Belgíski togarinn Georges-Edouard

Í kirkjugarðinum í Vík í Mýrdal hvíla 5 belgískir sjómenn. Þeir létust þegar belgíski togarinn Georges-Edouard strandaði á Mýrdalssandi 13. febrúar 1941.321905501 476632997881328 988824285544696639 n

Eftirfarandi frásögn af strandinu er að finna í Fiskifréttum 2. júní 2000, s. 52-53

Árið 1941 varð mikill harmleikur á Mýrdalssandi er belgíski togarinn Georges-Edouard strandaði þar. Togari þessi var nýlegur og hafði verið við veiðar við Ísland er Þjóðverjar réðust inn í Belgíu 10. maí árið 1940. Fengu skipverjar fréttir af innrásinni þegar þeir voru á heimleið og héldu til Englands og var skipið gert út þaðan er það strandaði.

34016216 1711744368873140 3392298688029130752 n
Georges-Eduard á strandstað.

Georges-Eduoard strandaði um miðnætti 13. febrúar, en skipið var þá á leið til Íslands í veiðiferð. Vissu skipverjar ekki fyrri til en að grunnbrot voru allt í kringum skipið og fékk það á sig mikið ólag sem sleit niður loftskeytamöstrin þannig að ekki var mögulegt að senda út neyðarkall.

Mjög hvasst og kalt var í veðri er skipið strandaði og setti því fljótt kulda að skipbrotsmönnunum eftir að í land var komið. Bjargaði þurri fatnaðurinn, sem þeir höfðu tekið með sér, nokkru og mönnunum fannst einnig gott að sækja hressingu í áfengið og fengu sér af því öðru hverju. 

Eftir að hafa dvalið skamma stund á strandstaðnum lögðu þeir af stað og héldu í vesturátt. Komu þeir brátt að vatni, sneru þar við og héldu til austurs en einnig þar komu þeir brátt að á eða vatni. Lögðu mennirnir í að reyna að vaða það og eftir mikla hrakninga komust þeir yfir. Var þá farið að draga verulega af sumum þeirra. Héldu þeir síðan áfram ferð sinni út í óvissuna.

Þegar birti af degi herti vindinn, kuldinn jókst og sandinn tók að skafa og gerði það þeim enn erfiðara fyrir. Eftir að hafa staulast lengi áfram rákust þeir á hvítmálaða stöng í sandinum og síðan aðra. Áttuðu þeir sig á því að þeir höfðu rekist á merkta leið og jók það á von þeirra um björgun. Eftir nokkra stund sáu þeir lítið hús á sandinum en er þeir komu að því reyndist það mannlaust og engar vistir þar að finna. Áðu skipbrotsmennirnir þarna stutta stund og reyndu að fá í sig hita, en ákváðu síðan að halda áfram. Kom síðar fram að verulegur ágreiningur varð milli mannanna um hvort halda skyldi til vesturs eða austurs en ofan á varð að halda ferðinni áfram í austurátt. Eftir að hafa gengið stundarkorn rofaði nokkuð til. Sáu mennirnir þá fjall í vestri og ákváðu að snúa við og halda í áttina að því.

Skömmu eftir að mennirnir snéru við gafst einn þeirra upp, lagðist fyrir og fékkst ekki til þess að rísa á fætur þótt félagar hans reyndu að reisa hann við. Urðu þeir að yfirgefa hann. Þegar þeir komiu aftur að húsinu höfðu þeir þar skamma viðdvöl og hvíldust en héldu síðan áfram. Skammt frá húsinu varð einn mannanna eftir en hinir héldu áfram. Reynist miklu lengra til fjallsins en þeir hugðu í fyrstu og þegar þeir loksins náðu þangað var enn einn skipbrotsmannanna orðinn svo örmagna að hann varð að leggjast fyrir.

Tveir mannanna, sem þrekmestir voru, klifu upp í fjallshlíðina, en sáu enga byggð í nágrenninu. Var því ekki um annað að ræða en að halda áfram. Eftir langa göngu komu þeir að á, sem virtist óvæð. Héldu þeir upp með henni og komu þá auga á bæ í fjallshlíðinni hinum megin árinnar, sáu skepnur við bæinn og voru þar með vissir um að hann væri byggður. Eftir miklar raunir tókst þeim að vaða yfir ána og halda í átt til bæjarins. Síðasti spölurinn var brattur og þar gafst enn einn upp. Hinum tókst að skríða síðasta hluta leiðarinnar á fjórum fótum og gera vart við sig.

Bærinn sem mennirnir komu að var Höfðabrekka í Mýrdal. Þar var vel tekið á móti þeim og öll sú aðhlynning veitt sem möguleg var. Skipbrotsmennirnir gátu gert heimafólkinu skiljanlegt að einhverjir félagar þeirra voru úti á sandinum og þyrftu skjótrar aðstoðar við. Frá Höfðabrekku var strax sent eftir liðsauka til Víkur í Mýrdal og óskað eftir að læknir kæmi þaðan til þess að stunda hina hröktu menn. Enginn læknir var þá í Vík, en gerðar voru ráðstafanir til þess að fá Snorra Halldórsson, héraðslækni á síðu, til þess að koma vestur um.

33899170 1711744715539772 4152976686511554560 n 1024x557 1
Georges-Eduard á strandstað.

Á skipbrotsmönnunum var að skilja að 11 manna áhöfn hefði verið á skipinu og að þrír menn hefðu orðið eftir á söndunum. Björgunarleiðangurinn frá Vík fann fljótlega manninn sem síðast hafði gefist upp. Lá hann rétt við túngarðinn á Höfðabrekku. Virtist í fyrstu vera lífsmark með honum en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Var líkið borið heim að Höfðabrekku.

Hélt björgunarleiðangurinn síðan áfram og rakti slóð mannanna. Fundu þeir lík skammt austan Múlakvíslar. Af ummerkjum mátti ráða að maðurinn hefði reynt að halda á eftir félögum sínum. Hafði hann skriðið allnokkra vegalengd á fjórum fótum og voru buxur hans orðnar gatslitnar og hnén flakandi sár. Lík þessa manns var einnig borið til byggða en um svipað leyti og Mýrdælingar ætluðu að halda aftur af stað og leita þeirra, er saknað var, bárust þær fréttir að Álftveringar hefðu fundið strandið og tvö lík.Morguninn eftir að George-Edouard strandaði höfðu nokkrir bændur úr Álftaverið haldið á Þykkvabæjarklaustursfjörur. Þangað fóru þeir reglulega til þess að kanna reka. Um nónbil komu fjórir þeirra aftur til byggða með þær fréttir að þeir hefðu fundið strandað skip og skammt frá því sjórekið lík. Reynt var að ná sambandi við Gísla Sveinsson, sýslumanninn í Vík í Mýrdal, en síminn var bilaður og var það ekki fyrr en um kvöldið að samband náðist og fréttir bárust um að sjö menn af skipinu væru komnir að Höfðabrekku en fjögurra væri saknað. Bað sýslumaður að tveggja þeirra yrði leitað og taldi líklegt að þá væri að finna við sæluhúsið við Dýrlækjarsker, en það var húsið sem mennirnir höfðu fundið. Brynjólfur Oddsson, bóndi á Þykkvabæjarklaustri, var einn þeirr sem tóku þátt í leitinni og segir frá henni á eftirfarandi hátt í II. bindi bókaflokksins Þrautgóðir á raunastund:

„Við fengum þá frétt að fjögurra manna væri saknað og mundi tveggja þeirra að leita hér fyrir austan. Töldu við annan þeirra reyndar þegar fundinn, þar sem piltarnir, sem fóru á fjörur höfðu fundið sjórekið lík. Þá vissum við einnig, að hús það sem mennirnir töluðu hlaut að vera sæluhúsið Dýralækjarsker og héldum því rakleiðis þangað. Dimmt var orðið er við lögðum af stað og höfðum við því olíuluktir meðferðis. Þegar við komum niður á sandinn var hann þýður og vel sporrækur. Fundum við brátt slóðir eftir skipbrotsmennina og sáum að þeir höfðu fundið leiðina sem stikuð var eftir sandinum og var jafnan farin hér, áður en bílar komu til sögunnar. Gátum við greint það að mennirnir höfðu lagt frá sæluhúsinu og farið þá rétta stefnu á byggðina í Álftaveri en síðan snúið við. Þar sem þeir sneru við áttu þeir aðeins örfáa metra eftir til þess að sjá til bæja.“

„Við héldum síðan áfram að rekja slóðina og fórum austur fyrir sæluhúsið. Skammt frá því hagar svo til að leiðin er vörðuð með steinvörðum sem liggja í beinni línu, en hestagatan er hins vegar nokkuð frá vörðunum og hafði verið lögð þannig til þess að sléttara væri fyrir kerrurnar. Við fórum eftir götunni og leið þá ekki á löngu uns við fundum manninn. Hann lá á götunni með víxllagða fætur og hendur undir hnakkanum, dáinn og stirðnaður. Við tókum líkið og bárum það að sæluhúsinu, fóru með það þar að sæluhúsinu, fórum með það þar upp á loft og lögðum það á einn bekkinn.“

1916 09 29 CyrielCoulier
Cyriel Coulier (1916-1941) er sá eini sem mér tókst að finna mynd af.

„Maðurinn hafði verið berfættur og fáklæddur og stend ég í þeirri meiningu að hann hafi klætt sig úr fötunum til þess að skýla einhverjum öðrum og síðan yfirgefið félaga sína og snúið við til þess að leita að fatapokanum sem þeir höfðu skilið við nokkru fyrir austan. Í poka þessum var dálítið af þurrum fötum og hefur maðurinn sennilega ætlað að ná til þeirra en gefist upp á leiðinni og lagst fyrir. Þykir mér og sennilegt að hann hafi gert sér grein fyrir að hverju stefndi er hann lagðist niður.

Eftir að við höfðum búið um líkið í húsinum fórum við út aftur, svipuðumst nokkuð um, en sáum ekkert óvenjulegt. Héldum við þá aftur til bæja og tilkynntum hreppstjóra að lík mannsins, sem saknað var, væri fundið. Fól hann okkur þá að fara strax í birtingu daginn eftir út að skipinu og sækja þangað lík mannsins sem hafa fundist sjórekið, þar sem ekki hafði gefist tími þess að bera það upp í húsið daginn áður. Fóru þeir Jóhannes Guðmundsson og Jörundur Sveinsson í þessa ferð með mér og bárum við líkið upp í sæluhúsið og lögðum það við hlið hins.“

„Eftir það héldum við austur fyrir húsið og komum þá á þær slóðir sem við fundum líkið á kvöldið áður. Komum við þá strax auga á lík, sem lá þar skammt frá. Við héldum á staðinn og sáum strax á sandinum að þarna hefðu orðið mikil átök, þar sem sandurinn var allur uppsparkaður og troðinn. Þóttu okkur ekki ósennilegt að maðurinn sem þarna lá hefði ekki farist með eðlilegum hætti. Hann hafði trefil um hálsinn og var hann hertur að, og líkið mjög blátt í andliti. Síðar spurði ég lækninn hvort þessi tilgáta mín hefði við rök að styðjast og svaraði hann því fáu. Skammt þarna frá fundum við tvær tómar áfengisflöskur og fatnað sem auðséð var að mennirnir hefðu klætt sig úr. Tókum við líkið og bárum það til sæluhússins og voru þau nú orðin þrjú þar.

En svo stutt frá götunni lá þetta lík, að við hefðum örugglega fundið það kvöldið áður, hefðum við átt von á því að þarna fleiri að leita.“

Mennirnir, sem komust til Höfðabrekku, jöfnuðu sig tiltölulega fljótt. Leitað var eftir skýringu þeirra á því af hverju þeir hefðu ekki gefið upp rétta tölu skipsmanna og var helst á þeim að skilja að þeim hefði ekki fundist taka því að nefna manninn sem fórst við strandið. Töldu þeir ólíklegt að það þýddi að leita að líki hans. Ekki virðist hafa verið gerð nein gangskör að því að krefja mennina svara um það sem gerðist á staðnum þar sem síðasta líkið fannst.