DS Bisp

DS Bisp var norskt gufudrifið flutningaskip sem var byggt í Sunderland 1889 fyrir enskan aðila, C. Furness og hét fyrst Thuro City. Útgerðarfyrirtækið O. Kvilhaug í Haugasundi yfirtók skipið árið 1913 og fékk það þá nafnið Bisp. Skipið, sem var mikið í Íslandssiglingum með saltfisk, salt og kol, var 998 t, 64 m langt og 9,2 m á lengd. Skipstjóri á skipinu var Rolf Kvilhaug og var sonur útgerðarmannsins.

Þann 20. janúar 1940 lagði skipið af stað frá Sunderland með farm af kolum og koksi, og stefndi til Åndalsnes í Noregi. Bisp náði hinsvegar aldrei á leiðarenda, því þann 23. janúar 1940 var því sökkt af þýska kafbátnum U-23 í Norðursjónum. Um borð var 14 manna áhöfn, þar af voru þrír Íslendingar. Þetta voru fyrstu Íslendingarnir (búsettir á Íslandi) til að farast í seinni heimsstyrjöldinni.

[supsystic-gallery id=24]

1906 11 27 ThorarinnSigurdurThorlaciusMagnusson

Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon, 33 ára gamall frá Vestmannaeyjum. Lét eftir sig eiginkonu og tvö börn. Aðalástæðan fyri því að hann réðst á skipið var að tekjur á svona skipum heilluðu. Ætlaði hann að safna peningum til að setja í kaup á bát.

1917 12 23 HaraldurBjarnfredsson

Haraldur Bjarnfreðsson, 22 ára gamall frá Efri Steinsmýri í Meðallandi. Hann var ókvæntur og barnlaus, en skildi eftir sig foreldra á Efri Steinsmýri. Hafði hann dvalið í Eyjum næstliðið ár áður en hann réði sig á Bisp.

1919 05 30 GudmundurEiriksson

Guðmundur Eiríksson, 20 ára gamall frá Vestmannaeyjum. Hann var ókvæntur og barnlaus en átti foreldra á lífi.

Heimildir:
DS Bisp á Wikipedia
Minnehallen.no
Eyjafréttir 31.05.2012, s. 12-13
Fylkir 01.12.2017, s. 17
MBL 27.02.1940, s. 3