Heimagrafreitur Espihóli í Eyjafirði

Staðsetning: Hrafnagilshr., Eyjafjarðarsýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
12

Fjöldi legsteinamynda: 
9

Ljósmyndari: Ásta Guðrún Sveinsdóttir (2022).
Fjöldi kvenna: 
4

Fjöldi karla: 
8

Meðalaldur:
 
41
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum
Yfirlit yfir grafreitinn

Espihóll í Eyjafirði er fornt höfuðból og sýslumannssetur og jörðin talin ein besta bújörð í sýslunni. Sagt hefur veriði, að ekki hafi nema tveim bændum á síðustu öldum tekist að verða fátækir á Espihóli, en hinir orðið allvel efnaðir eða ríkir.

Í heimagrafreitnum að Espihóli hvíla 12 einstaklingar sem allir tengjast tveimur systrum, þeim Guðnýju Helgadóttur og Rósu Helgadóttur. Guðný Helgadóttir var gift Jósef Helgasyni, en þau bjuggu lengst af á Espihóli, en reistu svo nýbýli í landi jarðarinnar og nefndu það Espigrund. Gáfu þau Hallgilsstaði í Fnjóskadal til Kristneshælis er það var stofnað. Kristinn Friðrik Jakobsson var tekinn í fóstur að Espihóli, en móðir hans var Þorgerður Helgadóttir, systir Guðnýjar Helgadóttur. Á Espihóli ólst Kristinn upp, kvæntist Jónínu Valgerði Jóhannesdóttur, eyfirskri stúlku, árið 1933. Þau eignuðust tvö börn, Þorbjörn sem andaðist tíu ára gamall 1956 og Guðnýju húsfreyju á Espihóli (Guðný hvílir í Grundarkirkjugarði).

Stefán Jónsson var fæddur og uppalinn í Kristnesi, bjó þar öll sín búskaparár og lést þar. Stefán og Rósa kona hans eignuðust sex börn, en tvö þeirra hvíla í heimagrafreitnum að Espihóli, þau Þorgerður og Stefán Jón. Að auki hvílir þar óskírður þriggja daga sonur Þorgerðar og Stefán sonur Aðalbjargar, dóttur Stefáns og Rósu, sem lést eins og hálfs árs gamall.

Heimild:
Dagur 29.04.1980, s. 4
Tíminn 24.09.1938, s. 175
Íslendingur 23.11.1955, s. 8

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *