Fjöldi einstaklinga:
5 |
Fjöldi legsteinamynda:
5 |
Ljósmyndari: Jósep Jósepsson (2012).
Í ágúst 1931 birtist eftirfarandi texti í Morgunblaðinu:
„Fyrir nokkru var vígður heimagrafreitur í Fagradal. Vígsluna framkvæmdi Jakob prófastur Einarsson á Hofi um leið og Sveinn sál. Jónsson var jarðaður þar.
Var þar margt fólk saman komið. Um nauðsyn heimagrafreits á þessum bæ blandast engum hugur, er þar hefir komið eða til þekkir. Hafði þrisvar verið sótt um þetta leyfi. Lýsti prófasturinn gangi þess máls um leið og vígslan fór fram. Geta má þess í þessu sambandi, að landleið frá Fagradal yfir Búrfjall til Vopnafjarðarkirkju, eru 30 kílómetrar.“
Alls hvíla 5 einstaklingar í heimagrafreitnum í Fagradal. Er þar um að ræða, Svein Jónsson sem nefndur er hér að ofan, konu hans Ingileif Jónsdóttur, bróður hans Eyjólf Jónsson, tengdason Kristján Wiium Níelsson og óskírð stúlka, barnabarn Sveins, fædd/dáin 1935.
Myndirnar tók Jósep Jósepsson og fær hann kærar þakkir fyrir!