Heimagrafreitur Fiskilæk

Staðsetning: Leirár- og Melahr., Borgarfjarðarsýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
12

Fjöldi legsteinamynda: 
12

Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2022).
Fjöldi kvenna: 
6

Fjöldi karla: 
6

Meðalaldur:
 
71
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum
Ljósmynd: Kristjana Vilhjálmsdóttir

Fyrsti heimagrafreiturinn á Íslandi var stofnaður að Fiskilæk í Borgarfirði 1878. Þórður Sigurðsson, bóndi á Fiskilæk, sendi umsókn til Hilmars Finsen sem var fyrsti landshöfðingi Íslands, en með umsóknininni var dönsk þýðing á bréfaskiptum Þórðar við stiftsyfirvöld. Konungur veitti Þórði leyfið þann 25. maí 1878 og leyfið var svo birt í Stjórnartíðindum fyrir Ísland árið 1878 (sjá mynd til hægri).

Þórður er svo sá fyrsti sem er jarðaður í heimagrafreitnum, þann 8. desember 1883, en hann lést 22. nóvember 1883. Af hans fjölskyldu eru það samt aðeins hann, kona hans Sigríður Runólfsdóttir og dóttir þeirra Halldóra sem lést ung úr sullaveiki, sem eru jörðuð að Fiskilæk.

Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild, s. 81

Hinir níu einstaklingarnir sem ég er með skráða í heimagrafreitnum að Fiskilæk, eru Sigurður Sigurðsson , kona hans Guðrún Diljá Ólafsdóttir og afkomendur þeirra.

Heimildir:
Hjalti Hugason: „Jarðsett verður í heimagrafreit“ – önnur grein.
Stefán Ólafsson, „Heimagrafreitir á Íslandi“, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2016, 2017, bls. 153–170
Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild, s. 81

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *