Heimagrafreitur Halldórsstöðum í Laxárdal

Staðsetning: Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
5

Fjöldi legsteinamynda: 
6

Ljósmyndari: Ásdís Þula Þorláksdóttir.
Fjöldi kvenna: 
1

Fjöldi karla: 
4

Meðalaldur:
 
82
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum

Í heimagrafreitnum á Halldórsstöðum í Laxárdal hvíla Páll Þórarinsson og kona hans Elisabeth/Lizzie Grant ásamt sonum þeirra William Francis og Þór, og bróður Páls, Sveini Þórarinssyni.

Sveinn og Páll voru mjög samrýndir og höfðu félagsbú. Sveinn var ókvæntur og vann að búinu allan aldur sinn. Páll kynntist konu sinni Elisabeth Grant í Skotlandi og giftust þau í Edinborg 1894 áður en þau héldu til Íslands. Þá um sumarið hófu þau búskap á Halldórsstöðum og bjuggu þar síðan. Lizzie var þekkt fyrir söng sinn og söng oft opinberlega á Akureyri og í Húsavík.

Sonur þeirra Páls og Lizzie, William Francis, var þjóðþekktur frímerkjasafnari og um allan heim þekktur sem eggjasafnari. Nafn hans er skráð í þekktustu upplýsingaritum um eggjasafnara í heiminum. Bræðurnir William Francis og Þór voru báðir ókvæntir og barnlausir.

Myndirnar í heimagrafreitnum á Halldórsstöðum í Laxárdal tók Ásdís Þula Þorláksdóttir og fær hún kærar þakkir fyrir!

Leave a Comment

Your email address will not be published.