Heimagrafreitur Höskuldsstöðum

Staðsetning: Breiðdalshr., S-Múlasýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
7

Fjöldi legsteinamynda: 
7

Ljósmyndari: Hákon Hansson (2021).
Fjöldi kvenna: 
5

Fjöldi karla: 
2

Meðalaldur:
 
66
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum

Höskuldsstaðir er þriðji innsti bær í suðurdal Breiðdals, þar fyrir innan eru Höskuldsstaðasel og Þorgrímsstaðir innst. Ekki er lengur búið á þessum bæjum en á Þorgrímsstöðum er glæsilegt hótel sem er opið yfir sumarmánuðina. Síðustu ábúendur á Höskuldsstöðum fluttu burt fyrir tveimur árum og stendur bærinn auður síðan.

Ljóst er að ekki hefur verið hugsað um heimagrafreitinn í mörg ár, trúlega áratugi og er dapurt að sjá ástandið í dag. Garðurinn hefur ekki verið sleginn, girðingin er fallin nema einhverjar slitrur við austurhliðina og einungis tvö legstæði eru merkt.

Í heimagrafreitnum að Höskuldsstöðum hvíla 7 einstaklingar. Dr. Stefán Einarsson, lengi prófessor við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum, foreldrar hans, systir hans og báðar eiginkonur hans. Þar að auki hvílir þar kona að nafni Sigríður Aradóttir, húsfreyja frá Skálafelli.

Myndirnar í heimagrafreitnum Höskuldsstöðum tók Hákon Hansson og fær hann kærar þakkir fyrir!
Textaheimild: Hákon Hansson.

Leave a Comment

Your email address will not be published.