Fjöldi einstaklinga:
8 |
Fjöldi legsteinamynda:
4 |
Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2020).
Í heimagrafreitnum í Grafarholti hvíla alls 8 einstaklingar. Er hér um að ræða hjónin Björn Bjarnarson og Kristrúnu Eyjólfsdóttur, fjögur börn þeirra (Sólveig, Guðrún, Björn Birnir og Sigríður) ásamt eiginkonu Björns B. (Bryndís Einarsdóttir Birnir), og eitt barnabarn (Björn Björnsson Birnir) .
Fyrsta greftrunin í reitnum mun hafa verið 1935 þegar Guðrún, dóttir hjónanna, lést eftir langvarandi veikindi. Hún var jörðuð 2. maí 1935 og var heimagrafreiturinn vígður sama dag. Stuttu síðar lést Kristrún og þær hafa því verið jarðaðar í grafreitnum með mjög stuttu millibili. Sá síðasti sem var jarðaður í heimgrafreitnum var Björn Björnsson Birnir, myndlistarmaður og kennari, sem var jarðaður þar 12. maí 2017.
Heimildir:
Garður.is
Seltjarnarnesþing; Prestþjónustubók Reykjavíkursóknar 1932-1935. Fermdir – Dánir, s. 821-822.