Heimagrafreitur Múlakoti

Staðsetning: Fljótshlíðarhr., Rangárvallasýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
11

Fjöldi legsteinamynda: 
13

Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2021).
Fjöldi kvenna: 
7

Fjöldi karla: 
4

Meðalaldur:
 
72
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum

Í heimagrafreitnum að Múlakoti hvíla hjónin Túbal Karl Magnús Magnússon og Guðbjörg Aðalheiður Þorleifsdóttir ásamt börnum þeirra, barnabörnum og mökum (sjá mynd).

Túbal og Guðbjörg bjuggu í Múlakoti alla sína búskapartíð, hátt á fjórða tug ár, en Guðbjörg var þar borin og barnfædd. Hún var á sínum tíma landsþekkt garðyrkju- og skógræktarkona og skapaði fyrsta skrúðgarðinn á Íslandi. Túbal og Guðbjörg eignuðust þrjú börn.

Sonur þeirra Ólafur Karl Óskar Túbalsson, eða Ólafur Túbals eins og hann kallaði sig, tók við búinu af foreldrum sínum og stundaði þar búskap ásamt konu sinni Láru Eyjólfsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn. Auk bústarfa var Ólafur listmálari og var hann iðulega kallaður málari Fljótshlíðarinnar.

Myndirnar í heimagrafreitnum að Múlakoti tók Hörður Gabríel og fær hann kærar þakkir fyrir!

Leave a Comment

Your email address will not be published.