Heimagrafreitur Þorvaldsstöðum í Skriðdal

Staðsetning: Skriðdalshr., S-Múlasýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
7

Fjöldi legsteinamynda: 
14

Ljósmyndari: Trausti Traustason (2016).
Fjöldi kvenna: 
4

Fjöldi karla: 
3

Meðalaldur:
 
49
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum

Í heimagrafreitnum að Þorvaldsstöðum í Skriðdal hvíla 7 einstaklingar, Benedikt Eyjólfsson og Vilborg Jónsdóttir ásamt afkomendum þeirra.

Árið 1884 réðst Benedikt í að kaupa Þorvaldsstaði í Skriðdal, með allri áhöfn, af Gunnlaugi bónda Jónssyni frá Bót, þá á förum til Vesturheims, og erfingjum Runólfs Guðmundssonar frá Hallfreðarstöðum. Með Benedikt fóru að Þorvaldsstöðum systur hans og móðir, er stóð fyrir búinu þar til hann kvæntist Vilborgu, árið 1888. Benedikt og Vilborg varð alls sjö barna auðið, en þrjú þeirra hvíla í heimagrafreitnum hjá foreldrum sínum, þau Sigríður, Stefán sem lést aðeins 14 ára gamall og Þuríður sem lést aðeins 15 ára gömul.

Benedikt og Vilborg bjuggu farsælu búi á Þorvaldsstöðum til ársins 1918 en það ár lést Benedikt. Vilborg hélt búskap áfram til ársins 1926 en þá tóku við búinu Sigríður dóttir hennar, sem þá var orðin ljósmóðir og Friðrik Jónsson frá Víkingsstöðum en þau giftu sig 9. ágúst 1926. Þau lifa farsælu myndarbúi í hálfa öld og eignuðust tvær dætur.

Að auki hvílir í heimagrafreitnum Berglind Ösp Ásmundsdóttir, barnabarn Sigríðar og Friðriks, sem lést ung.

Heimildir:
Óðinn 01.08.1933, s. 77
Austri 17.09.1987, s. 6
Austri 03.07.1986, s. 7

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *