Fjöldi einstaklinga:
13 |
Fjöldi legsteinamynda:
12 |
Ljósmyndari: Hörður Gabríel (2023).


3. nóvember 1914 fékk Helgi Þórarinsson, bóndi í Þykkvabæ í Landbroti, eftir nokkurt þóf, konungsleyfi til að taka upp heimagrafreit á bæ sínum. Ári síðar lést Helgi, aðeins 54 ára gamall og var hann sá fyrsti til að vera jarðaður í grafreitnum. Ættingjar Helga höfðu mikinn hug á að hlúa að heimagrafreitnum í Þykkvabæ. Systir Helga, Ástríður, var líka jörðuð í reitnum. Af eigum sínum stofnaði hún sjóð grafreitnum til viðhalds og fegrunar.
Fljótt kom upp sú hugmynd að reisa kapellu í heimagrafreitnum. Tvær systur Helga Þórarinssonar, Sigríður og Steinunn, ánöfnuðu þessu helga húsi eigur sínar að sér látnum. Bygging þessa kirkjuhúss hófst 1959, fyrst og fremst fyrir áhuga og forgöngu Þórarins Helgasonar, sem lengi bjó í Þykkvabæ. Þórarinn andaðist 10. apríl 1978 og fimm dögum síðar var hann borinn til grafar í Þykkvabæ frá kirkju þeirri sem þá var risin í heimagrafreitnum.
Í heimagrafreitnum hvíla alls 12 einstaklingar – myndin hér fyrir neðan sýnir tengsl þeirra.
Myndirnar tók Hörður Gabríel og fær hann kærar þakkir fyrir!
Heimildir:
MBL 17-07-1983, s. 37
Helga Dúnu Jónsdóttir og Þórarinn Bjarnason