Höfðabrekkukirkjugarður

Staðsetning: Hvammshr., V-Skaftafellssýslu.
Fjöldi einstaklinga: 
61

Fjöldi legsteinamynda: 
12

Ljósmyndari: Torfi Haraldsson.
Fjöldi kvenna: 
29

Fjöldi karla: 
32

Meðalaldur:
 
55
ár
Skoða garðinn í gagnagrunninum
Síðasta kirkjan á Höfðabrekku

Höfðabrekkukirkjugarður er frekar tómlegur, allavegana þegar að kemur að legsteinum. Alls eru, þegar þetta er skrifað, 10 myndir af legsteinum og þar fyrir utan 1 mynd af krossi sem ekki er hægt að lesa á. Þannig að það er aðeins brot af þeim sem eru skráðir í kirkjugarðinum, sem eru tengdir við legsteinamynd.

,,Það er langt síðan að kirkjan á Höfðabrekku stóð. Í góubyrjun 1920 laskaðist hún svo í ofviðri að hún varð ómessufær. Prestur Mýrdalsþinga tilkynnir prófasti með bréfi þann 15. apríl sama ár að Höfðabrekkukirkja hafi í afspyrnu roki 28. febrúar fokið út af grunni sínum, þilveggir gliðnað og grindin brotnað. Hafi síðan verið messað í barnaskóla Víkur. Þannig var hlutverki Höfðabrekku sem kirkjustaðar lokið.”
Heimild: Lesb. MBL 06-02-1966, s. 8

Höfðabrekkukirkjugarður var ljósmyndaður af Torfa Haraldssyni og fær hann kærar þakkir fyrir!
Soffía Guðrún Gunnarsdóttir hjálpaði mér með ýmsa gagnaöflun varðandi þennan kirkjugarð og fær hún kærar þakkir fyrir!

Leave a Comment

Your email address will not be published.