Hofskirkjugarður á Höfðaströnd

Gamli Hofsbærinn stóð fyrrum norð-austan við kirkjugarðinn. Er garðurinn var stækkaður til austurs árið 1927 lentu stæði fjóss og skemmu innan hans. Kirkjan er vestast í kirkjugarðinum, sem er girtur norðan og vestan með grindverki milli steyptra stólp á steyptum veggjum, en vírgirðingu að austan og sunnan. Þetta lag fékk garðurinn 1962 og hefur verið vel viðhaldið. Stólpar og veggir eru málaðir hvítir en grindverkið er dökkbrúnt. Steypt stétt er í sáluhliði. Upp úr hliðstólpum ganga fánastengur. Hliðgrindin er með hvítu krossmarki, sennilega nokkurn veginn með sömu ummerkjum og hún fékk 1930 þótt margoft sé búið að endurnýja hana. Tvö há birkitré eru sitt hvoru megin sáluhliðs, þau einu sem enn standa af trjám sem gróðursett voru um 1965. Snidduhlaðinn kantur á suðurhlið garðsins og slóð þar sunnan við, sem nú er girt á, eru frá 1977-1983 þegar unnið var í áföngum við að lagfæra garðinn og stækka hann.

Heimildir:
Kirkjur Íslands 6. bindi, s. 91


Hluti af Hofsþingum (–1891).
Hluti af Fellsprestakalli í Sléttuhlíð (1891-).

Hluti af Hofsþingum (–1891).
Hluti af Fellsprestakalli í Sléttuhlíð (1891-).