Már VE 178

Már VE 178 lagði af stað frá Vestmanneyjum að morgni 13. febrúar 1920 en en það síðasta sem aðrir bátar sáu til hans var þegar hann var að búa sig til heimferðar. Talið er að hann hafi farist skammt suður af Vestmanneyjum og með honum fjórir menn.

Már VE 178 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1914 fyrir Bernódus Sigurðsson

Þeir sem fórust voru:

Bernódus/Bernótus Sigurðsson, formaður og útgerðarmaður í Vestra-Stakkagerði, 35 ára gamall. Lét eftir sig eiginkonu og barn. Legsteinn Bernótusar (í minningu hans) og konu hans Jóhönnu Þórðardóttur er í Vestmannaeyjakirkjugarði.

Gísli Þórðarson, 23 ára gamall. Bróðir Jóhönnu konu Bernótusar. Lét eftir sig ekkju og tvö ung börn (annað vikugamalt).

Guðmundur Sigurðsson, mótoristi/vélamaður,26 ára gamall. Frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum.

Finnur Helgi Sigurður Guðmundsson, 22 ára. Frá Pétursey í Mýrdal.

Heimildir:
Ægir 01.01.1920, s. 19-20.
Skeggi 21.02.1920, s. 1
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970/ Þegar Már VE 178 fórst – Heimaslóð (heimaslod.is)

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *