Fjöldi einstaklinga:
3 |
Fjöldi legsteinamynda:
1 |
Ljósmyndarar: Hörður Gabríel og Bjarki Sveinbjörnsson.
Ekki tókst mér nú að finna miklar upplýsingar um Sigluvíkurkirkju og hvað þá kirkjugarðinn þar. Eftir því sem ég kemst næst, var kirkjan á Skúmsstöðum í Vestur-Landeyjum flutt að Sigluvík 1815 og var hún þar í tæpa öld. Kirkjugarðurinn hefur nú verið sléttaður og þar er einungis einn legsteinn sjáanlegur, því miður. Sá legsteinn tilheyrir Sigurði Magnússyni dannebrogsmanni (dbrm.) á Skúmsstöðum og eiginkonum hans tveimur, þeim Þórunni Þórðardóttur og Ragnhildi Magnúsdóttur.
Sigurður var bóndi á Skúmsstöðum í Rangárþingi í um 70 ár (1835-1905 er hann lést) og var einn af öndvegisbændum landsins á ofanverðri 19. öld. Er hann lést ortu bæði Einar Benediktsson og Matthías Jochumsson um hann og má nokkuð af því marka hvers álits Sigurður naut. Fyrri kona hans var Þórunn Þórðardóttir, sem var jafnaldra Sigurðar en hún lést 57 ára gömul árið 1866. Eignuðust þau eina dóttur saman.
Seinni kona Sigurðar var Ragnhildur Magnúsdóttir en þau eignuðust engin börn saman.
Þess má geta að í Skógakirkju má finna minningartöflu úr gleri, yfir Þórunni Þórðardóttur, en sú tafla var áður í Sigluvíkurkirkju.
Myndirnar í Sigluvíkurkirkjugarði tók Hörður Gabríel og Bjarki Sveinbjörnsson og fá þeir kærar þakkir fyrir!
Heimildir:
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1996, s. 153
MBL 04.10.2012, s. 16