Elísabet Kristín Stefánsdóttir "Þegar gengið er inn um sáluhliðið í kirkjugarðinum er á vinstri hönd legsteinn úr íslensku grágrýti. Þetta er bogadreginn varði sem stendur á sökkli og líklega er undirsteinn undir sverðinum. Upp af varðanum hefur eitt sinn risið marmarakross sem er löngu brotinn af. Flái er á jöðrum varðans nema efst í boganum.…