Hjálmar Ágústsson
1920 - 2008 (87 ára)-
Fornafn Hjálmar Ágústsson [1, 2] Fæðing 30 maí 1920 Bíldudal, Íslandi [1, 2] Andlát 14 mar. 2008 [1, 2] Greftrun 25 mar. 2008 Gufuneskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [3] - Reitur: A-6-201 [3]
Systkini 2 systur Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I11086 Legstaðaleit Síðast Breytt 22 feb. 2021
Faðir Ágúst Sigurðsson, f. 13 ágú. 1886, Desjarmýri, Borgarfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi d. 18 feb. 1943 (Aldur 56 ára) Móðir Jakobína Jóhanna Sigríður Pálsdóttir, f. 15 okt. 1892, Prestsbakka, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi d. 18 feb. 1943 (Aldur 50 ára) Nr. fjölskyldu F2669 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Svandís Ásmundsdóttir, f. 28 jún. 1925, Bíldudal, Íslandi d. 5 júl. 2010, Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, Kópavogi, Íslandi (Aldur 85 ára) Hjónaband 3 mar. 1945 Börn 1. Drengur Hjálmarsson, f. 23 ágú. 1959 d. 23 ágú. 1959 (Aldur 0 ára) 2. Stúlka Hjálmarsdóttir, f. 26 nóv. 1961 d. 26 nóv. 1961 (Aldur 0 ára) Nr. fjölskyldu F2687 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 22 feb. 2021
-
Athugasemdir - Hjálmar var uppalinn á Bíldudal í stórum frændgarði móðurfólks síns en þrjú móðursystkin hans bjuggu þar á uppvaxtarárum hans ásamt mörgum börnum. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, lagði um hríð stund á vélsmíðar en réðst rúmlega tvítugur til starfa í Niðursuðuverksmiðju Gísla Jónssonar á Bíldudal og starfaði þar sem verkstjóri lengst af til ársins 1952 að hann og Páll bróðir hans settu á stofn saltfiskverkun á Bíldudal í Fiskiveri. Árið 1957 varð Hjálmar verkstjóri í Hraðfrystihúsi Bíldudals. Hann sótti ýmis gæðastjórnunarnámskeið og fékk fiskmatsréttindi. Hann réðst til Barðans í Kópavogi sem verkstjóri 1970 og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur árið eftir. Hann varð eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1971 og sinnti matstörfum víða um land á vegum fyrirtækisins allt til starfsloka 1990. Hjálmar og Svandís byggðu eigið hús, Ásgarð á Bíldudal og fluttu inn í það fullbúið á brúðskaupsdegi sínum, stækkuðu síðar og bjuggu þar öll Bíldudalsárin. Í Reykjavík voru þau meðal frumbyggjanna í Efra-Breiðholti og bjuggu í Unufelli 31 frá 1972 þar til þau fluttu í Hvassaleiti 58 1994. Hjálmar starfaði mikið að félagsmálum á Bíldudal, var formaður Sjálfstæðisfélags Arnfirðinga og í kjördæmisráði, var formaður sóknarnefndar Bíldudalskirkju 1953-67 og atkvæðamaður að mörgu því sem til framfara mátti horfa þar vestra. [2]
-
Kort yfir atburði Fæðing - 30 maí 1920 - Bíldudal, Íslandi Greftrun - 25 mar. 2008 - Gufuneskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Hjálmar Ágústsson
-
Heimildir