Iðunn Eiríksdóttir

-
Fornafn Iðunn Eiríksdóttir [1, 2] Fæðing 9 jún. 1921 Ísafirði, Íslandi [1]
Menntun 1940 Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi [3]
Lauk stúdentsprófi. Andlát 24 maí 1974 New York, New York, USA [1, 2]
Aldur 52 ára Greftrun 31 maí 1974 Eyrarkirkjugarði, Ísafirði, Íslandi [1, 4]
Iðunn Eiríksdóttir, Böðvar Sveinbjarnarson & Haukur Böðvarsson (til minningar um)
Eyrarkirkjugarður á Ísafirði
Plot: B3-5, B3-6Systkini
1 systir Nr. einstaklings I11706 Legstaðaleit Síðast Breytt 5 jún. 2025
Faðir Eiríkur Brynjólfur Finnsson, f. 10 nóv. 1875 d. 9 nóv. 1956 (Aldur 80 ára) Móðir Kristín Sigurlína Einarsdóttir, f. 29 ágú. 1888 d. 18 maí 1968 (Aldur 79 ára) Nr. fjölskyldu F2845 Hóp Skrá | Family Chart
Maki Böðvar Sveinbjarnarson, f. 7 apr. 1917, Ísafirði, Íslandi d. 5 jún. 1999 (Aldur 82 ára)
Hjónaband 3 júl. 1948 [3] Iðunn Eiríksdóttir & Böðvar Sveinbjarnarson Börn 1. Haukur Böðvarsson, f. 18 okt. 1949, Ísafirði, Íslandi d. 25 feb. 1980 (Aldur 30 ára)
Nr. fjölskyldu F2844 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 5 jún. 2025
-
Athugasemdir - Iðunn Eiríksdóttir fæddist þann 9. júní 1921 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Eiríkur Brynjólfur Finnsson (1875-1956) og Kristín Sigurlína Einarsdóttir (1888-1968).
Iðunn ól allan sinn aldur á Ísafirði. Hún var félagslynd og lét almenn mál mikið til sín taka. Hún starfaði í félagssamtökum kvenna svo sem Kvenfélaginu Ósk á Ísafirði, þar sem hún var formaður í mörg ár. Hún var virkur þátttakandi í störfum kvennadeildar slysavarnarfélags staðarins og formaður síðustu árin til dauðadags. Svo mætti fleira telja. Hún fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og var um skeið varabæjarfulltrúi hans á Ísafirði.
En ekki lét Iðunn hér við sitja. Hún var um margra ára skeið prófdómari við framhaldsskólana á Ísfirði og Bolungarvík. Í mörg ár og til dauðadags rak hún vefnaðarvöruverslun á Ísafirði.
Iðunn giftist Böðvari Sveinbjörnssyni þann 3. júlí 1948 og áttu þau fjögur börn saman.
Iðunn lést í New York þann 24. maí 1974. Hún hvílir í Eyrarkirkjugarði á Ísafirði við hlið manns síns. Á legstein þeirra hjóna er einnig minnst sonar þeirra Hauks, sem fórst með vélbátnum Eiríki Finnssyni ÍS 26, þann 25. febrúar 1980. [2]
- Iðunn Eiríksdóttir fæddist þann 9. júní 1921 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Eiríkur Brynjólfur Finnsson (1875-1956) og Kristín Sigurlína Einarsdóttir (1888-1968).
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Andlitsmyndir
Minningargreinar Iðunn Eiríksdóttir - Minning
Félög Kvenfélagið Ósk á Ísafirði 60 ára
Stjórn Óskar. Fremri röð f.v.: Rannveig Hermannsdóttir, Iðunn Eiríksdóttir formaður og Gunnþórunn Björnsdóttir varaformaður. Aftari röð f.v.: Elín Árnadóttir ritari, Lilja Halldórsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir gjaldkeri og Emilía Jóhannesdóttir.
-
Heimildir