Samúel Jónsson

Samúel Jónsson

Maður 1884 - 1969  (84 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Samúel Jónsson  [1, 2
  Fæðing 15 sep. 1884  Horni í Mosdal, Auðkúluhr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 3
  Andlát 5 jan. 1969  [3
  Greftrun Selárdalskirkjugarði, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
  Samúel Jónsson & Salóme Jóna Samúelsdóttir
  Samúel Jónsson & Salóme Jóna Samúelsdóttir
  Plot: 216
  Samúel Jónsson & Salóme Jóna Samúelsdóttir
  Samúel Jónsson & Salóme Jóna Samúelsdóttir
  Plot: 216
  Nr. einstaklings I13334  Legstaðaleit
  Búinn til af (Gedcom) 
  Síðast Breytt 2 mar. 2024 

  Fjölskylda Salóme Jóna Samúelsdóttir
            f. 27 maí 1877  
            d. 31 ágú. 1947, Brautarholti, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 70 ára) 
  Nr. fjölskyldu F3272  Hóp Skrá  |  Family Chart
  Búinn til af (Gedcom) 
  Síðast Breytt 4 júl. 2021 

 • Athugasemdir 
  • Samúel Jónsson var fæddur að Horni í Mosdal á Langanesi í Arnarfirði 1884 og ólst upp hjá móður sinni en föður sinn missti hann fárra ára. Móðir Samúels var Guðríður Guðmundsdóttir og vann hún fyrir þeim mæðginum sem vinnukona víða en lengst af þó í Selárdal. Þegar Samúel var átján ára fékk hann ábúð á hjáleigu frá Selárdal sem nefndist Tóft en fljótlega byggði hann nýbýli í Selárdalslandi sem hann nefndi Fossá og bjó þar nokkur ár með móður sinni.

   Móðir hans lést 1916 og réðst þá til Samúels ráðskona að nafni Salóme, áttu þau saman þrjú börn sem öll dóu í bernsku. Úr Selárdal fluttu þau Samúel og Salóme að Krossadal í Tálknafirði þar sem þau bjuggu um tuttugu ára skeið. Þar byggði Samúel upp steinsteypt bæjar og peningshús sem þóttu nýstárleg að mörgu leiti, m.a. var haughús undir fjósinu. Samúel notaði járn úr togaranum Pamelu frá Hull sem strandað hafði við Krossadal 1915 sem byggingarefni með steypunni og einnig var járnið notað í girðingarstaura sem enn standa í Krossadal. Hann hafði ekki önnur verkfæri til að ná sundur skipinu en hamar og meitil og má ætla að það hafi verið þolinmæðisverk. Enn sjást rústir af íbúðarhúsinu sem Samúel byggði í Krossadal þó það sé nú fallið að mestu.

   Úr Krossadal flutti Samúel að Melstað í Selárdal árið 1947 og byggði þar upp eins og annarsstaðar og nefndi staðinn Brautarholt. Hann hafði lengi málað myndir í frístundum sínum og þegar Selárdalskirkja varð 100 ára 1952 málaði hann altaristöflu til að gefa kirkjunni. Sóknarnefnd afþakkaði töfluna þar sem fyrir í kirkjunni var um 200 ára gömul altaristafla. Samúel hófst þá handa við að byggja kirkju fyrir altaristöfluna og stendur hún í Brautarholti. Í kringum kirkjuna standa síðan önnur verk Samúels m.a. eftirlíking af ljónagosbrunninum í Alhambra á Spáni sem hann hafði séð myndir af. Þar er einnig stytta af strák sem er að gefa sækýr að éta og af Leifi heppna sem skyggir hönd fyrir augu þegar hann hefur landsýn af Vínlandi auk margra annara sem því miður hafa látið á sjá gegn tímans tönn en eru engu að síður vitnisburður um sköpunarþrá manns sem lét ekkert aftra sér frá því að fá þessari þrá fullnægt. Í Brautarholti er einnig minnisvarði um Samúel Jónsson sem Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal hafði forgöngu um að láta setja upp.
   ---------------------------------------------- [4]
  • Samúel Jónson fæddist að Horni í Auðkúluhrepp 15. september 1884. Hann var mjög sérstæður listamaður sem bjó í hjáleigu (Brautarholt) úr landi Selárdals. Hann bjó til óvenjulegar byggingar úr timbri og steinsteypu, þar á meðal kirkju, íbúðarhús og gallerí. Auk bygginganna eru í Brautarholti í Selárdal mörg óvenjuleg líkneski og styttur.

   Samúel ólst upp á prestssetrinu í Selárdal hjá séra Lárusi Benediktssyni og alla ævi var hann mjög beiskur út í klerk fyrir meðferðina á sér. Móðir Samúels var með hann á prestssetrinu og tók séra Lárus meðlag frá henni þó hún væri fullvinnandi. Þegar listamannshæfileikar Samúels fóru að koma í ljós, tók prestur af honum hnífinn og bannaði honum að skera. Samúel sagði að séra Lárus hefði ævinlega verið vondur við sig, hefði rifið sig upp á eyrunum og sparkað sér ofan um loftgatið til að sækja hesta.

   Þegar konur frá Bíldudal komu til að búa hann í sína hinstu för á sjúkrahúsið á Patreksfirði, sögðu þær honum að nú þyrfti hann að fyrirgefa séra Lárusi áður en þeir hittust á ný hinum megin. Þá sagði Samúel að þeir myndu ekki hittast hinum megin, þeir yrðu hvor í sínum stað.

   Þegar 100 ára afmæli Selárdalskirkju nálgaðist fór fram á henni gagnger viðgerð. Samúel var vinnumaður á staðnum og hafði lengi fengist við málverk. Hann málaði þá altaristöflu og gaf kirkjunni, en gjöfinni var hafnað, gamla manninum til sárra vonbrigða. En hann lét ekki hugfallast heldur reisti af eigin rammleik nýja kirkju, bar sjálfur til hennar það efni sem til þurfti úr fjörunni og þáði enga hjálp. Þegar kirkjan var fullbúin kom hann þar fyrir altaristöflu sinni.

   Samúel lést 5. janúar 1969 og hvílir hann í Selárdalskirkjugarði við hlið konunnar sinnar. [5, 6, 7]

 • Ljósmyndir
  Íbúðarhús sem Samúel Jónsson reisti sér í Selárdal.
  Íbúðarhús sem Samúel Jónsson reisti sér í Selárdal.
  Í kringum húsið steypti Samúel síðan veglega girðingu og bak við kom hann fyrir miklum gosbrunni steyptum úr mörgum ljónum er snéru frá sjálfu vatnshólfinu. Í gegnum þetta allt lagði Samúel síðan vatnspípur þannig að úr varð hinn veglegasti gosbrunnur.
  Ljónagosbrunnurinn í Selárdal
  Ljónagosbrunnurinn í Selárdal
  Fyrirmyndin að ljónagosbrunninum Alhambra-höllin í Granada á Spáni. Ljónin eru steypt en tennur þeirra eru ekta dýratennur.
  Kort með mynd af málverki sem Gísli Sigurðsson gerði fyrir Jón Kr. Ólafsson, af Samúel og verkum hans.
  Kort með mynd af málverki sem Gísli Sigurðsson gerði fyrir Jón Kr. Ólafsson, af Samúel og verkum hans.
  Þessi kort voru seld og rann andvirði kortanna til kaupa á legsteini fyrir Samúel.
  Jón Kr. Ólafsson söngvari hjá legsteini Samúels Jónssonar sem hann stóð fyrir kaupum á árið 1984 þegar haldið var upp á aldarafmæli Samúels.
  Jón Kr. Ólafsson söngvari hjá legsteini Samúels Jónssonar sem hann stóð fyrir kaupum á árið 1984 þegar haldið var upp á aldarafmæli Samúels.

  Skjöl
  Aldarafmæli Samúels Jónssonar - Jón Kr. Ólafsson söngvari stendur fyrir því að legsteinn sé settur á leiði Samúels
  Aldarafmæli Samúels Jónssonar - Jón Kr. Ólafsson söngvari stendur fyrir því að legsteinn sé settur á leiði Samúels

  Andlitsmyndir
  Samúel Jónsson
  Samúel Jónsson

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 15 sep. 1884 - Horni í Mosdal, Auðkúluhr., V-Ísafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsGreftrun - - Selárdalskirkjugarði, Ketildalahr., V-Barðastrandarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S1] Gardur.is.

  2. [S361] https://samueljonssonmuseum.jimdofree.com/.

  3. [S2] Íslendingabók.

  4. [S377] Heimasíða, www.talknafjordur.is/ferdamadurinn/stapavik_krossadalur_og_uteftir/.

  5. [S35] Tíminn, 27-03-1983, s. 4.

  6. [S35] Tíminn, 27-07-1996, s. 8.

  7. [S175] Þjóðviljinn, 29-08-1985, s. 8.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.