Helgi Ívarsson

-
Fornafn Helgi Ívarsson [1, 2] Fæðing 2 jún. 1929 Vestur-Meðalholtum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [1, 2]
Andlát 13 feb. 2009 [2] Aldur 79 ára Greftrun 21 feb. 2009 Gaulverjabæjarkirkjugarði, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi [1, 2]
Helgi Ívarsson
Plot: C-234Systkini
1 bróðir og 1 systir Nr. einstaklings I14879 Legstaðaleit Síðast Breytt 1 jún. 2025
Faðir Ívar Helgason, f. 9 feb. 1889 d. 28 feb. 1962 (Aldur 73 ára) Móðir Guðríður Jónsdóttir, f. 18 ágú. 1896 d. 14 maí 1974 (Aldur 77 ára) Nr. fjölskyldu F3673 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Helgi Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 2. júní 1929. Foreldrar hans voru Ívar Helgason ættaður frá Súluholti í Villingaholtshreppi og Guðríður Jónsdóttir frá Syðri-Hömrum í Holtum og bjuggu í Vestri-Meðalholtum.
Helgi var tekinn í fóstur nokkurra vikna gamall en faðir hans varð fyrir slysi um svipað leyti og Helgi fæddist. Föðursystir Helga, Helga Helgadóttir bjó í Hólum ásamt manni sínum Magnúsi Hannessyni og voru þau barnlaus og tóku Helga til sín og ólst hann upp hjá þeim.
Hann var einn vetur á Búnaðarskólanum á Hvanneyri en vann á búi fósturforeldra sinna og tók við búi af þeim þegar þau hættu störfum og voru þau bæði til æviloka í skjóli Helga. Helgi brá búi árið 2003 og flutti þá á Selfoss og lagði stund á fræðastörf og blaðaskrif.
Helgi var alla tíð mjög virkur í félagsmálum og var gjarnan til forystu valinn. Hann var virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum og var þar framarlega í flokki í áratugi í Stokkseyrarhreppi. Hann sat í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 8 kjörtímabil eða yfir 30 ár. Einnig var hann um tíma í stjórn Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í 37 ár. Hann sat í kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í áratugi og hefur sótt flesta landsfundi flokksins í yfir 50 ár.
Hann var sagnaþulur og virkur í sagnfræðingafélagi sýslunnar. Hann var sérlega minnugur og ritaði fjölmargar greinar um sagnfræði og þjóðlegan fróðleik í blöð og tímarit. Hann sat frá upphafi í safnstjórn Rjómabúsins á Baugstöðum og ritaði ásamt Páli Lýðssyni sögu Rjómabúsins sem gefin var út á 100 ára afmæli þess.
Helgi var meðhjálpari í Gaulverjabæjarkirkju í 36 ár og lengi safnaðarfulltrúi og sótti jafnan héraðsfundi prófastsdæmisins. Hann var ætíð málefnalegur, rökfastur og tillögugóður. Helgi var ókvæntur og barnlaus og taldi sig hafa verið gæfumann í lífinu.
Helgi hvílir í Gaulverjabæjarkirkjugarði. [2]
- Helgi Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 2. júní 1929. Foreldrar hans voru Ívar Helgason ættaður frá Súluholti í Villingaholtshreppi og Guðríður Jónsdóttir frá Syðri-Hömrum í Holtum og bjuggu í Vestri-Meðalholtum.
-
Kort yfir atburði Fæðing - 2 jún. 1929 - Vestur-Meðalholtum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi Greftrun - 21 feb. 2009 - Gaulverjabæjarkirkjugarði, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu, Íslandi = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Ljósmyndir Helgi Ívarsson
Mynd fengin hjá Héraðsskjalasafni Árnesinga.
Andlitsmyndir
-
Heimildir