Ágústa Tómasdóttir
1906 - 2001 (94 ára)-
Fornafn Ágústa Tómasdóttir [1, 2] Fæðing 3 ágú. 1906 Vík í Mýrdal, Íslandi [1, 2] Andlát 3 apr. 2001 Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, Íslandi [1, 2] Aldur: 94 ára Greftrun 11 apr. 2001 Víkurkirkjugarði í Mýrdal, Vík í Mýrdal, Íslandi [1, 2] Ágústa Tómasdóttir & Hermann Einarsson
Plot: A-55, A-56Systkini 3 bræður og 1 systir Nr. einstaklings I15400 Legstaðaleit Síðast Breytt 21 maí 2024
Faðir Tómas Jónsson, f. 14 des. 1866, Skammadal, Hvammshr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi d. 13 mar. 1948 (Aldur: 81 ára) Móðir Margrét Jónsdóttir, f. 12 sep. 1867 d. 25 des. 1950 (Aldur: 83 ára) Nr. fjölskyldu F3833 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Hermann Einarsson, f. 27 jan. 1903 d. 6 mar. 1941 (Aldur: 38 ára) Hjónaband 20 sep. 1930 [2] Nr. fjölskyldu F3811 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 26 feb. 2024
-
Athugasemdir - Þegar Ágústa var eins árs gömul veiktist móðir hennar alvarlega og tvíburasystrunum Lilju og Ágústu var komið fyrir til bráðabirgða hjá hjálpsömu fólki. Ágústu var komið fyrir í Suður-Vík hjá þeim feðginum Guðlaugu og Halldóri Jónssyni kaupmanni og þar var Ágústa til heimilis þangað til hún gifti sig. Ágústa var einn vetur í Reykjavík ásamt Margréti systur sinni við saumanám og átti það eftir að koma henni til góða, þegar hún missti eiginmann sinn. Hermann fórst í lendingu í Vík 6. mars 1941.
Eftir lát Hermanns vann Ágústa ýmis störf, en fljótlega varð saumaskapurinn hennar ævistarf. Hún var með saumanámskeið víða á vegum Kvenfélagasambands Suðurlands, eða þangað til hún fékk lömunarveiki 1946. Næstu árin var hún á Farsóttarhúsinu í Reykjavík og kom ekki aftur í Víkina fyrr en á vordögum 1950. Ágústa var mikil félagsmálamanneskja og var hún m.a. heiðursfélagi í kvenfélaginu í Vík og stórstúku Íslands. Þá var Ágústa stofnfélagi í Sjálfsbjörg. [2]
- Þegar Ágústa var eins árs gömul veiktist móðir hennar alvarlega og tvíburasystrunum Lilju og Ágústu var komið fyrir til bráðabirgða hjá hjálpsömu fólki. Ágústu var komið fyrir í Suður-Vík hjá þeim feðginum Guðlaugu og Halldóri Jónssyni kaupmanni og þar var Ágústa til heimilis þangað til hún gifti sig. Ágústa var einn vetur í Reykjavík ásamt Margréti systur sinni við saumanám og átti það eftir að koma henni til góða, þegar hún missti eiginmann sinn. Hermann fórst í lendingu í Vík 6. mars 1941.
-
Kort yfir atburði Fæðing - 3 ágú. 1906 - Vík í Mýrdal, Íslandi Andlát - 3 apr. 2001 - Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, Íslandi Greftrun - 11 apr. 2001 - Víkurkirkjugarði í Mýrdal, Vík í Mýrdal, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Ágústa Tómasdóttir
-
Heimildir