Jóhannes Jóhannesson Reykdal
1874 - 1946 (72 ára)-
Fornafn Jóhannes Jóhannesson Reykdal [1] Fæðing 18 jan. 1874 Vallholti, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi [1] Andlát 1 ágú. 1946 Þórsbergi, Hafnarfirði, Íslandi [1, 2] Aldur: 72 ára Greftrun 10 ágú. 1946 Heimagrafreit Setbergi, Hafnarfirði, Íslandi [1, 2] Nr. einstaklings I15967 Legstaðaleit Síðast Breytt 16 júl. 2022
Fjölskylda Þórunn Böðvarsdóttir Reykdal, f. 28 nóv. 1883 d. 3 jan. 1964 (Aldur: 80 ára) Börn 1. Ásgeir Reykdal Jóhannesson, f. 25 júl. 1906 d. 24 jún. 1933 (Aldur: 26 ára) 2. Böðvar Reykdal Jóhannesson, f. 23 jún. 1907 d. 2 jan. 1931, Setbergi, Hafnarfirði, Íslandi (Aldur: 23 ára) 3. Jóhannes Reykdal Jóhannesson, f. 8 nóv. 1908 d. 30 des. 1942 (Aldur: 34 ára) 4. Friðþjófur Reykdal, f. 28 júl. 1911 d. 26 feb. 1934 (Aldur: 22 ára) 5. Lovísa Reykdal, f. 18 nóv. 1918 d. 20 apr. 1931 (Aldur: 12 ára) Nr. fjölskyldu F3944 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 18 jan. 2022
-
Athugasemdir - Jóhannes Jóhannesson Reykdal fæddist að Vallarkoti í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu þann 18. janúar 1874. Á Akureyri hóf hann trésmíðanám og fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmímðanáms. Eftir þriggja ára nám þar flutti hann heim til Íslands með það í huga að setjast að á Akureyri. Á leið sinni hitti hann þó unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, sem varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.
Fyrstu árin sinnti Jóhannes húsbyggingum en fljótlega leitaði hugurinn hærra, sem varð til þess að hann reisti verksmiðju við Lækinn, hans fyrsta stórvirki. Jóhannes virkjaði Lækinn til þess að knýja vélar verksmiðjunnar áfram. Þetta dugði Jóhannesi þó ekki lengi því árið 1904, þá þrítugur að aldri, fór hann til Noregs og festi þar kaup á rafal og með aðstoð íslensks raffræðings, Halldórs Guðmundssonar, setti Jóhannes rafalinn upp.
Þann 12. desember 1904 urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar með því að virkjun Jóhannesar neðst í læknum tók til starfa og ljós voru kveikt í 15 húsum í Hafnarfirði, auk trésmiðjunnar og fjögurra götuljósa. Með þessum atburði var rafvæðing Íslands hafin.
Mikil eftirspurn var eftir rafmagni virkjunarinnar og fór Jóhannes því aftur af stað, fékk vatnsréttindi ofar í Læknum og reisti á eigin spýtur nýja rafstöð á Hörðuvöllum. Sú rafstöð tók til starfa haustið 1906 og var að afli 37 kW, sem fullnægði allri eftirspurn eftir rafmagni í Hafnarfirði. Sú virkjun stendur enn og kallast Reykdalsvirkjun og var fyrsta sjálfstæða rafstöðin á Íslandi. Ellefu árum síðar reis þriðja rafstöð Jóhannesar nú enn ofar í Læknum.
Jóhannes lést þann 1. ágúst 1946 og hvílir hann í heimagrafreit að Setbergi í Hafnarfirði. [3]
- Jóhannes Jóhannesson Reykdal fæddist að Vallarkoti í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu þann 18. janúar 1874. Á Akureyri hóf hann trésmíðanám og fjórum árum síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar til frekara trésmímðanáms. Eftir þriggja ára nám þar flutti hann heim til Íslands með það í huga að setjast að á Akureyri. Á leið sinni hitti hann þó unga konu, Þórunni Böðvarsdóttur, sem varð til þess að hann festi rætur sunnan heiða.
-
Kort yfir atburði Fæðing - 18 jan. 1874 - Vallholti, Reykdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Andlát - 1 ágú. 1946 - Þórsbergi, Hafnarfirði, Íslandi Greftrun - 10 ágú. 1946 - Heimagrafreit Setbergi, Hafnarfirði, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Ljósmyndir
Sögur Jóhannes J. Reykdal trésmíðameistari og fyrirtæki hans
Andlitsmyndir Jóhannes Jóhannesson Reykdal
Skólamyndir Myndin er af ísl. smiðum, sem stunduðu framhaldsnám í Kaupmannahöfn um þarsíðustu aldamót. Hún er tekin á fyrsta morgni 20. aldarinnar í Köbmagergade.
-
Heimildir