Guðjón Samúelsson

Guðjón Samúelsson

Maður 1887 - 1950  (63 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Guðjón Samúelsson  [1, 2
    Fæðing 16 apr. 1887  Hunkubökkum, Kirkjubæjarhr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Menntun 1919  Det Kongelige Danske Kunstakademi, København, Region Hovedstaden, Danmark Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
    Lauk námi í byggingarlist fyrstur Íslendinga. 
    Andlát 25 apr. 1950  [1
    Aldur 63 ára 
    Greftrun 3 maí 1950  Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Guðjón Samúelsson
    Guðjón Samúelsson
    Plot: M-415
    Nr. einstaklings I16085  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 27 jan. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Guðjón Samúelsson fæddist á Hunkubökkum á Síðu 16. apríl 1887. Hann fluttist þriggja ára gamall með foreldrum sínum á Eyrarbakka og aldamótaárið til Reykjavíkur. Faðir hans, Samúel Jónsson, var góður trésmiður og sonurinn fékk því snemma áhuga á húsagerð.

      Það varð úr að Guðjón nam teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, hinum oddhaga, í Reykjavík og tungumál lærði hann hjá Þorsteini Erlingssyni þjóðskáldi. Þetta nám kom Guðjóni vel þegar hann fór til Kaupmannahafnar árið 1908 til þess að sækja þar frekara nám í húsagerðarlistinni. Árið 1915 snéri Guðjón heim til Íslands og fyrsta húsið sem hann var fenginn til að teikna var hið fræga hús Nathans & Olsen á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.

      Um þetta leyti lést þáverandi byggingafræðingur landsstjórnarinnar, Rögnvaldur Ólafsson, og fór Jón Magnússon, forsætisráðherra þess á leit við Guðjón að hann tæki að sér starf húsameistara ríkisins. Guðjóni leist vel á þetta boð, fór á ný til Kaupmannahafnar og lauk þar námi og tók síðan við þessu nýja starfi 20. apríl 1920.

      Á þeim 30 árum sem Guðjón starfaði sem húsameistari ríkisins teiknaði hann og aðstoðarmenn hans ótrúlegan fjölda húsa. Af húsum í Reykjavík sem húsameistari teiknaði má nefna: Hæstarétt, Hótel Borg, Sundhöll Reykjavíkur, Laugarneskirkju, Kleppsspítala, Háskóla Íslands, Hallgrímskirkju, Þjóðleikhúsið, Landsspítalann, Landsbankann, Landsímahúsið, Landakotskirkju og Arnarhvol.

      Á Akureyri má nefna: Akureyrarkirkju, Sundlaug Akureyrar, Húsmæðraskólann, Landsbanka Íslands, Fjórðungssjúkrahúsið, Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar.

      Guðjón lést 25. apríl 1950 og hvílir í Hólavallagarði við Suðurgötu. [3]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 16 apr. 1887 - Hunkubökkum, Kirkjubæjarhr., V-Skaftafellssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 3 maí 1950 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Ljósmyndir
    Guðjón Samúelsson húsameistari ríksins og Jónas Jónsson frá Hriflu á göngu á Laugarvatni undir ís.
    Efri röð f.v.:
Ólafur Jónsson Hvanndal (f.1879 - d.1954) prentmyndameistari í Reykjavík, Sumarliði ?, Ríkarður Rebekk Jónsson (f.1888 - d.1977) myndskeri og myndhöggvari í Reykjavík, Guðjón Baldvinsson (f.1883 - d.1911) stúdent og kennari Akureyri, Guðjón Samúelsson (f.1887 - d.1950) húsameistari.
Fyrir framan f.v. Ólafía Elísabet Ólafsdóttir (f.1873 - d.1952), María Ólafsdóttir (f.1881 - d.1967), Björg Elísabet Stefánsdóttir (f.1842 - d.1917) frá Stakkahlíð og Guðlaug Ólafsdóttir (f.1876)

    Andlitsmyndir
    Guðjón Samúelsson
    Guðjón Samúelsson

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S400] Byggingarlystin, 01.01.1951, s. 10.

    3. [S34] Dagur, 12.03.1993, s. 8-9.


Scroll to Top