Óskar Georg Halldórsson

-
Fornafn Óskar Georg Halldórsson [1, 2] Fæðing 17 jún. 1893 Akranesi, Íslandi [1, 2]
Menntun 1908 Bændaskólanum á Hvanneyri, Hvanneyri, Íslandi [3]
Útskrifaðist sem búfræðingur. Andlát 15 jan. 1953 [1] Greftrun 23 jan. 1953 Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi [1]
Óskar Georg Halldórsson & Guðrún Ólafsdóttir
Plot: A-18-23Nr. einstaklings I16238 Legstaðaleit Búinn til af (Gedcom) Síðast Breytt 6 feb. 2022
Fjölskylda Guðrún Ólafsdóttir
f. 27 nóv. 1893
d. 22 ágú. 1939 (Aldur 45 ára)Hjónaband 25 nóv. 1915 [4] Börn 1. Ólafur Ottesen Óskarsson
f. 18 ágú. 1922
d. 15 maí 1995 (Aldur 72 ára)Nr. fjölskyldu F4006 Hóp Skrá | Family Chart Búinn til af (Gedcom) Síðast Breytt 4 jún. 2022
-
Athugasemdir - Óskar Georg Halldórsson fæddist á Akranesi 17. júní 1893. Ungur fór hann í búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur aðeins 15 ára gamall. 16 ára fór Óskar til Danmerkur. Hjá bónda þeim á Amager sem hann vann hjá, fékk hann harðan skóla, krafðist því ætíð mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum, fór snemma á fætur og seint að sofa. Ástundaði alla ævi langan vinnudag.
Óskar stundaði garðyrkjustörf hér heima árið 1913-1914 og ræktaði fyrstur manna tómata á Íslandi svo vitað sé. Óskar vann sem plægingamaður hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings en síðan fór hann í að bræða þorskalifur.
Til Siglufjarðar kom hann fyrst með lifrarbræðslupottana tvo og 15 tómar lýsistunnur, árla morguns þann 10. júní 1917. Eftir 3ja tíma veru var Óskar orðinn lóðareigandi og byrjaður að byggja hús við Álalækinn. Árið eftir byrjaði hann síldarsöltun og síðar útgerð.
Óskar vissi vel að síldin væri gull Íslendinga og átti hugmyndina að stofnun Síldarverksmiðja ríkisins og allri þeirri stóriðju sem eru þeim tengdar. Hann gerði út mörg skip um dagana, línuveiðara, mótorbáta og botnvörpuninn Faxa. 1936 gerði Óskar út m.b. Snorra Goða til fiskveiða við Grænland. Hann átti í mörgum hraðfrystihúsum og var þaulkunnugur þeim atvinnurekstri.
Óskar kvæntist Guðrúnu Ólafsdóttur frá Litla-Skarði í Stafholtstungum. Þeim varð 8 barna auðið. Sonur þeirra Theódór fórst með Jarlinum í Englingssiglingu 1941. Óskar og börn hans gáfu ríkinu vaxmyndasafn til minningar um Theódór en í safninu voru vaxeftirmyndir af átján Íslendingum og fimmtán útlendingum. Safnið mun nú vera í geymslu Þjóðminjasafnsins.
Óskar lést 15. janúar 1953 og hvílir við hlið konu sinnar í Hólavallagarði við Suðurgötu. [2, 3, 5]
- Óskar Georg Halldórsson fæddist á Akranesi 17. júní 1893. Ungur fór hann í búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur aðeins 15 ára gamall. 16 ára fór Óskar til Danmerkur. Hjá bónda þeim á Amager sem hann vann hjá, fékk hann harðan skóla, krafðist því ætíð mikillar vinnu af sjálfum sér og öðrum, fór snemma á fætur og seint að sofa. Ástundaði alla ævi langan vinnudag.
-
Ljósmyndir Óskar Halldórsson garðyrkjumaður á Amager. - "Þarna er ég kominn með hattinn."
Skjöl Brezkur myndhöggvari gerir andlitsmyndir fyrir íslenzkt vaxmyndasafn
Sögur Óskar Halldórsson útgerðarmaður segir frá ýmsu sem fyrir hann hefir borið - Í lífsins ólgusjó
Andlitsmyndir Óskar Georg Halldórsson Óskar Georg Halldórsson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Heimildir
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2023.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.