Oddgeir Kristjánsson
1911 - 1966 (54 ára)-
Fornafn Oddgeir Kristjánsson [1, 2] Fæðing 16 nóv. 1911 Garðsstöðum, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2] Andlát 18 feb. 1966 Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Ástæða: Bráðkvaddur. Aldur: 54 ára Greftrun 26 feb. 1966 Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Oddgeir Kristjánsson & Svava Guðjónsdóttir
Plot: F-24-2, F-24-1Nr. einstaklings I16323 Legstaðaleit Síðast Breytt 15 feb. 2022
Fjölskylda Svava Guðjónsdóttir, f. 8 feb. 1911 d. 10 nóv. 1991 (Aldur: 80 ára) Börn 1. Hrefna Guðbjörg Oddgeirsdóttir, f. 1 ágú. 1931, Vestmannaeyjum, Íslandi d. 16 nóv. 2016, Reykjavík, Íslandi (Aldur: 85 ára) 2. Kristján Oddgeirsson, f. 7 okt. 1938, Vestmannaeyjum, Íslandi d. 30 júl. 1947, Vestmannaeyjum, Íslandi (Aldur: 8 ára) Nr. fjölskyldu F4028 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 5 apr. 2024
-
Athugasemdir - Oddgeir Kristjánsson fæddist 16. nóvember 1911 á Garðsstöðum í Vestmannaeyjum. Hann ólst upp í stórum systkinahóp við margbreytileg störf og aflaði sér eins mikillar menntunar eins og kostur var á. Á barnsaldri hneigðist hugur hans til tónlistar og á þrettánda ári var hann farinn að leika á trompet í lúðrasveit í Eyjum.
Prentiðn stundaði Oddgeir 1924-1925, nám í trompetleik hjá Hallgrími Þorsteinssyni í Reykjavík 1926-1928, fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni 1931-1932 og tónfræði hjá dr. Róbert A. Ottóssyni 1944-1945. Þegar Oddgeir kom frá námi stofnaði hann Lúðrasveit Vestmannaeyja og var stjórnandi hennar í tæp 30 ár.
Oddgeir hóf kennslu í hljóðfæraleik við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1948 og var fastráðinn kennari hjá gagfræðaskólanum og barnaskólanum í Vestmannaeyjum frá 1956 til dauðadags.
Dæmi um ógleymanleg lög eftir Oddgeir eru Vor við sæinn, Gamla gatan, Ég veit þú kemur, Ágústnóntt, Ship ohoj og Sólbrúnir vangar. Oddgeir var kosinn Eyjamaður 20. aldarinnar.
Oddgeir lést 18. febrúar 1966 og hvílir hann í Vestmannaeyjakirkjugarði við hlið konu sinnar. [3, 4]
- Oddgeir Kristjánsson fæddist 16. nóvember 1911 á Garðsstöðum í Vestmannaeyjum. Hann ólst upp í stórum systkinahóp við margbreytileg störf og aflaði sér eins mikillar menntunar eins og kostur var á. Á barnsaldri hneigðist hugur hans til tónlistar og á þrettánda ári var hann farinn að leika á trompet í lúðrasveit í Eyjum.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Ljósmyndir
Andlitsmyndir Oddgeir Kristjánsson
-
Heimildir