Guðrún Sigríður Indriðadóttir
1882 - 1968 (85 ára)-
Fornafn Guðrún Sigríður Indriðadóttir [1, 2] Fæðing 3 jún. 1882 Reykjavík, Íslandi [1, 2] Andlát 19 feb. 1968 [1] Greftrun 23 feb. 1968 Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi [1] Guðrún Sigríður Indriðadóttir
Plot: E-13-35Systkini 1 bróðir og 3 systur Nr. einstaklings I16344 Legstaðaleit Síðast Breytt 21 feb. 2022
Faðir Indriði Einarsson, f. 30 apr. 1851, Húsabakka, Seyluhr., Skagafjarðarsýslu, Íslandi d. 31 mar. 1939, Reykjavík, Íslandi (Aldur 87 ára) Móðir Martha María Pétursdóttir Guðjohnsen, f. 2 ágú. 1851 d. 4 okt. 1931 (Aldur 80 ára) Hjónaband 1882 [3] Nr. fjölskyldu F3978 Hóp Skrá | Family Chart
-
Athugasemdir - Guðrún Sigríður Indriðadóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1882. Guðrún var dóttir hjónanna Indriða Einarssonar rithöfundar og Mörthu Guðjohnsen. Það er því óhætt að segja að leiklistin og sönglistin hafi fylgt Guðrúnu úr foreldrahúsum, enda var á æskuheimili hennar fylgst af áhuga með öllum fögrum listum.
Guðrún hóf leikferil sinn í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík árið 1898. Þar sá Einar H. Kvaran hana leika og bað hana að taka að sér hlutverkið Esmeralda sem leika átti á vegum Leikfélags Reykjavíkur. Var það því í byrjun 1899 sem hún lék fyrst hjá félaginu. Það varð upphafið að löngum og stórmerkilegum leikferli. Í september sama ár fór Guðrún til Ameríku og lék þar Láru í Ævintýri á gönguför og Guðrún í gömlu Nýjársnóttinni. Lék hún bæði í Winnipeg og Íslendingabyggðum Bandaríkjanna. Hún kom heim aftur 1903.
1906-1907 var Guðrún við leiklistarnám í Kaupmannahöfn og í tímum hjá Mantzius, Olaf Paulsen og Jerndorff. 1912 fór hún aftur vestur um haf og lék Höllu í Fjalla-Eyvindi í Winnipeg og Íslendingabyggðum við mikinn orðstýr, en Guðrún var fyrst íslenskra kvenna til að leika Höllu. Í Winnipeg sá hún fyrst leikið utanlands. Var það útdráttur úr Faust. Auk þess fór Guðrún nokkrar ferðir til Norðurlanda og gerði hún sé þá far um að kynna sér leiklist þar. Hún hætti að leika 1929 sökum heilsubrests.
Guðrún lést 19. febrúar 1968 og hvílir í Fossvogskirkjugarði. [2, 4]
- Guðrún Sigríður Indriðadóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1882. Guðrún var dóttir hjónanna Indriða Einarssonar rithöfundar og Mörthu Guðjohnsen. Það er því óhætt að segja að leiklistin og sönglistin hafi fylgt Guðrúnu úr foreldrahúsum, enda var á æskuheimili hennar fylgst af áhuga með öllum fögrum listum.
-
Kort yfir atburði Fæðing - 3 jún. 1882 - Reykjavík, Íslandi Greftrun - 23 feb. 1968 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Skjöl Guðrún Indriðadóttir leikkona
Sögur Heiðbláin. Um leikkonuna Guðrún Indriðadóttur.
Andlitsmyndir Guðrún Sigríður Indriðadóttir Guðrún Indriðadóttir í Nýjársnóttinni 1907. Guðrún Indriðadóttir
-
Heimildir