Benóný “Binni í Gröf”Friðriksson

-
Fornafn Benóný Friðriksson [1, 2] Gælunafn Binni í Gröf Fæðing 7 jan. 1904 Gröf, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2]
Hin íslenska fálkaorða 1 jan. 1971 Bessastöðum, Bessastaðahr., Gullbringusýslu, Íslandi [3]
Veittur Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu yrir sjómennsku og skipstjórnarstörf. Andlát 12 maí 1972 Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, Íslandi [1, 2]
Greftrun 20 maí 1972 Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1]
Benóný Friðriksson & Sigríður Katrín Sigurðardóttir
Plot: F-31-8, F-31-9Systkini
3 systur Nr. einstaklings I16413 Legstaðaleit Búinn til af (Gedcom) Síðast Breytt 31 jan. 2023
Faðir Friðrik Gissur Benónýsson
f. 14 ágú. 1858, Núpi undir Eyjafjöllum, Vestur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi
d. 23 ágú. 1943, Vestmannaeyjum, Íslandi(Aldur 85 ára)
Móðir Oddný Benediktsdóttir
f. 15 des. 1865
d. 10 apr. 1940 (Aldur 74 ára)Hjónaband 12 nóv. 1886 [4] Búinn til af (Gedcom) Nr. fjölskyldu F4080 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda Sigríður Katrín Sigurðardóttir
f. 26 maí 1909
d. 28 jún. 1979 (Aldur 70 ára)Börn 1. Sævar Benónýsson
f. 11 feb. 1931
d. 15 jan. 1982 (Aldur 50 ára)Nr. fjölskyldu F4042 Hóp Skrá | Family Chart Búinn til af (Gedcom) Síðast Breytt 22 des. 2022
-
Athugasemdir - Benóný Friðriksson eða Binni í Gröf eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Gröf í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann var sonur hjónanna Oddnýjar Benediktsdóttur frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum og Friðriks Benónýssonar frá Núpi í sömu sveit, formanns og dýralæknis. Binni var eitt tuttugu og tveggja barna þeirra.
Binni hóf að sækja sjó 12 ára að aldri, var formaður á sexæringi 15 ára gamall er hann reri með þremur félögum sínum, en var fyrstu vertíðar sínar á mb. Nansen og var þar formaður í forföllum formannsins, Jóhanns á Brekku. Hann var síðan formaður á mb. Gullu í þrjár vertíðir, formaður á bátnum Newcastle og var með mb. Gottu, mb. Heklu, mb. Gulltopp, es. Sævar, mb. Þór og mb. Andvara.
Eftir það á árinu 1954 keypti Binni mb. Gullborgu, ásamt Einari Sigurðssyni frá Heiði, og var með hana til 1970 og varð brátt landsþekktur fyrir formennsku sína á þeim báti.
Binni var afburðasjómaður og einhver mesta aflakló sem fiskað hefur frá Vestmannaeyjum. Hann varð aflakóngur í Vestmannaeyjum 1954, hélt þeim titli samfellt í sex vertíðir og náði síðan titlinum margoft eftir það. Á þessum árum fylgdist öll þjóðin með tíðum fréttum af aflabrögðum og aflaklóm.
Binni þótti góður skipstjórnarmaður en var kröfuharður við sjálfan sig og skipshöfn sína, enda hafði hann ávallt á að skipa samhentri og harðduglegri skipshöfn.
Binni þótti auk þess lipur knattspyrnumaður á sínum yngri árum, var einn stofnenda Týs, afburðafimleikamaður og hafði mikinn áhuga á lundaveiðum. Hann var auk þess áhugamaður um kveðskap, kunni ógrynni af lausavísum og kvaðst gjarnan á við félagana. Hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín.
Binni féll í höfnina í Vestmannaeyjum á leið í bátinn sinn og lést rúmri viku síðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 12. maí 1972. Hann hvílir í Vestmannaeyjakirkjugarði við hlið konu sinnar.
[5]
- Benóný Friðriksson eða Binni í Gröf eins og hann var alltaf kallaður, fæddist í Gröf í Vestmannaeyjum 7. janúar 1904. Hann var sonur hjónanna Oddnýjar Benediktsdóttur frá Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum og Friðriks Benónýssonar frá Núpi í sömu sveit, formanns og dýralæknis. Binni var eitt tuttugu og tveggja barna þeirra.
-
Ljósmyndir Binni í Gröf Aflaklóin mikla
Þessi golþorskur slapp ekki frá Binna í Gröf enda virtist hann hafa sjötta skilningarvitið þegar hafið var annars vegar. Hann þekkti botninn eins og buxnavasana sína.
Skjöl Aldarminning aflakóngs Nafn Binna í Gröf lýsir sem viti
Andlitsmyndir Benóný Friðriksson Benóný Friðriksson -
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S397] Eyjafréttir, 22.01.2004, s. 10.
- [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/, https://www.forseti.is/f%C3%A1lkaor%C3%B0an/orduhafaskra/.
- [S317] Heimaslóð.is, https://heimaslod.is/index.php/Blik_1980/Hj%C3%B3nin_%C3%AD_Gr%C3%B6f#/.
- [S408] Bæjarins besta, http://www.bb.is/2021/01/merkir-islendingar-binni-i-grof/.
- [S1] Gardur.is.
Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2023.
Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.
The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.