Árni Valdason
1905 - 1970 (64 ára)-
Fornafn Árni Valdason [1, 2] Gælunafn Gölli Valda Fæðing 17 sep. 1905 Miðskála, Vestur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi [1, 2] Andlát 26 júl. 1970 Vífilsstöðum, Garðabæ, Íslandi [1, 2] Greftrun 1 ágú. 1970 Vestmannaeyjakirkjugarði, Vestmannaeyjum, Íslandi [1] Árni Valdason
Plot: F-23-12Systkini 3 bræður og 1 systir Hálfsystkini 1 hálfbróðir (Fjölskylda af Valdi Jónsson og "Ekki skírð(ur)") Hálfsystkini 1 hálfsystir (Fjölskylda af Valdi Jónsson og "Ekki skírð(ur)") Nr. einstaklings I16415 Legstaðaleit Síðast Breytt 4 mar. 2022
Faðir Valdi Jónsson, f. 21 jún. 1874, Steinum, Austur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi d. 21 ágú. 1947, Vestmannaeyjum, Íslandi (Aldur 73 ára) Nr. fjölskyldu F5409 Hóp Skrá | Family Chart
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Ljósmyndir Myndin er tekin um borð í Emmu VE 1. Til hægri er Árni Valdason frá Sandgerði (Gölli Valda) og Guðmann Guðmannsson (Manni í Sandprýði) til vinstri. Ameríku-Geiri og Gölli Valda
Skjöl Gölli Valdason
Andlitsmyndir Árni Valdason - Gölli Valda Árni Valdason - Gölli Valda Árni Valdason - Gölli Valda Árni Valdason - Gölli Valda
-
Athugasemdir - Árni Valdason, eða Gölli Valdason eins og hann var oft kallaður, var fæddur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum 17. september 1905. Sex ára gamall fluttist hann til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust þangað búferlum.
Árni var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörvileiki, segir gamalt máltæki, og svo reyndist Árna.
Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitningardrengur á vetrarvertíðum og reyndist skyldurækinn og vandvirkur við það starf.
Innan tvítugsaldurs byrjaði Árni sjómennsku og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í beztu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku um 40 ár og þeir, sem voru skipsfélagar hans, hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku, þegar á reyndi.
Þeir unglingar, sem voru til sjós með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi bezt hans innri mann — góðan dreng.
Árni andaðist á Vífilsstöðum eftir stutta legu 26. júlí 1970 og hvílir hann í Vestmannaeyjakirkjugarði. [2]
- Árni Valdason, eða Gölli Valdason eins og hann var oft kallaður, var fæddur á Mið-Skála undir Eyjafjöllum 17. september 1905. Sex ára gamall fluttist hann til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust þangað búferlum.
-
Heimildir - [S1] Gardur.is.
- [S409] Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, https://heimaslod.is/index.php/Sj%C3%B3mannadagsbla%C3%B0_Vestmannaeyja_1971/_Minning_l%C3%A1tinna.
- [S1] Gardur.is.