Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson

Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson

Maður 1945 - 1978  (32 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson  [1, 2
  Fæðing 11 apr. 1945  Merkinesi í Höfnum, Hafnahr., Gullbringusýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
  Menntun 1964  Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
  Stúdent. 
  Andlát 28 mar. 1978  Lúxemborg Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
  Ástæða: Lést í bílslysi. 
  Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari látinn: Fórst í bílslysi í Lúxemburg í gærkvöldi
  Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari látinn: Fórst í bílslysi í Lúxemburg í gærkvöldi
  Greftrun 4 apr. 1978  Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Plot: R-372
  Nr. einstaklings I16442  Legstaðaleit
  Síðast Breytt 14 mar. 2022 

 • Athugasemdir 
  • Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson fæddist 11. apríl 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum, yngstur fimm systkina. Hann ólst upp á Merkinesi hjá foreldrum sínum og systkinum. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1964 og starfaði þar um nokkurt skeið á eftir sem kennari og blaðamaður.

   Vilhjálmur hóf söngferil sinn með hljómsveitinni Busabandinu árið 1961 þegar hann var við nám við Menntaskólann á Akureyri. Fram að þeim tíma hafði hann ekki mikla trú á tónlistarhæfileikum sínum og stefndi ekki á frama á því sviði, þrátt fyrir að koma úr mikilli tónlistarfjölskyldu, en faðir hans (Vilhjálmur) Hinrik Ívarsson var þekktur harmonikkuleikari og söngmaður og eldri systir Vilhjálms var Elly Vilhjálmsdóttir söngkona.

   Vilhjálmur fylgdi fyrrverandi meðlimi úr Busabandinu, Þorvaldi Halldórssyni, og fór að syngja með Hljómsveit Ingimars Eydal árið 1965. Vilhjálmur söng inn á tvær plötur með hljómsveitinni og vann strax hylli þjóðarinnar með lögum eins og Litla sæta ljúfan góða og Vor í Vaglaskógi.

   Vilhjálmur hætti í hljómsveit Ingimars Eydal og fluttist til Reykjavíkur til að hefja nám í læknisfræði. Hann sagði þó ekki skiliði við tónlistina og vann fyrir sér með því að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem lék á veitingahúsinu Röðli öll kvöld. Vilhjálmur hætti læknanáminu eftir tvö ár og helgaði sig þá alfarið tónlistinni.

   Vilhjálmur söng inn á fjórar plötur með systur sinni Elly, sú fyrsta, Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman, kom út árið 1969. Allar plöturnar nutum mikilla vinsælda og varla er til sá Íslendingur sem ekki getur raulað með jólaplötu þeirra systkina.

   Eftir að hafa lokið flugnámi árið 1970 flutti Vilhjálmur til Lúxemborgar en kom þó reglulega heim í frí og söng inn á plötur. Hann gaf út sólóplötu árið 1972 sem sló rækilega í gegn, platan innihélt vinsæl lög eins og Bíddu pabbi og Ó mín kæra vina. Árið 1976 kom svo út platan Með sínu nefi þar sem Vilhjálmur söng lög sem hann lét semja við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk.

   Söngferill Vilhjálms spannaði þó ekki langan tíma, en hann lést í bílslysi í Lúxemborg árið 1978. Vilhjálmur hvílir í Fossvogskirkjugarði. [3, 4]

 • Ljósmyndir
  Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem kom fram á Röðli 1968. Söngvarar voru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þuríður Sigurðardóttir.
  Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem kom fram á Röðli 1968. Söngvarar voru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þuríður Sigurðardóttir.
  Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem kom fram á Röðli 1968. Söngvarar voru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þuríður Sigurðardóttir.
  Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem kom fram á Röðli 1968. Söngvarar voru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þuríður Sigurðardóttir.
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Mynd Sigurgeir Sigurjónsson

  Skjöl
  Pólitík og trúmál eru mannskemmandi. Viðtal við Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og flugmann.
  Pólitík og trúmál eru mannskemmandi. Viðtal við Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og flugmann.

  Sögur
  Sé samviskan í lagi, er allt í lagi
  Sé samviskan í lagi, er allt í lagi
  Rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, söngvara, hljóðfæraleikara, dávald, heimspeking, lugmann, heimilisföður og fyrrverandi stud. jur. & med.

  Andlitsmyndir
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson
  Vilhjálmur Hólmar Vilhjálmsson

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 11 apr. 1945 - Merkinesi í Höfnum, Hafnahr., Gullbringusýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsMenntun - Stúdent. - 1964 - Menntaskólanum á Akureyri, Akureyri, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsAndlát - Ástæða: Lést í bílslysi. - 28 mar. 1978 - Lúxemborg Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsGreftrun - 4 apr. 1978 - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S1] Gardur.is.

  2. [S392] Vikan, 16.12.1976, s. 12.

  3. [S152] Fréttablaðið, 11.04.2015, s. 84.

  4. [S392] Vikan, 16.12.1976, s. 13.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.