Sigríður Tómasdóttir

Sigríður Tómasdóttir

Kona 1871 - 1957  (86 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Sigríður Tómasdóttir  [1, 2
    Fæðing 24 feb. 1871  Brattholti, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Andlát 17 nóv. 1957  Sólvangi hjúkrunarheimili, Hafnarfirði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Greftrun Haukadalskirkjugarði í Biskupstungum, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Sigríður Tómasdóttir
    Sigríður Tómasdóttir
    Plot: 31
    Nr. einstaklings I16559  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 23 apr. 2022 

  • Athugasemdir 
    • Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti í Biskupstungum 24. febrúar 1871 og þar bjó hún allt sitt líf. Bærinn var nokkuð afskekktur, en þangað komu engu að síður gestir langt að til að skoða náttúruperluna Gullfoss. Sigríður og systur hennar þekktu fossinn vel og var umhugað um hann, þær vísuðu gestum gjarnan til vegar og lögðu m.a. fyrsta göngustíginn á svæðinu. Sigríður hafði ekki tækifæri til skólagöngu en var vel lesin og listræn, mikil hannyrðakona og teiknari.

      Um aldamótin 1900 fengu fjársterkir erlendir aðilar áhuga á virkjanaframkvæmdum á Íslandi. Breskur maður hafði augastað á Gullfossi og bauð föður Sigríðar 50.000 krónur fyrir fossinn en hann sagði: ,,Ég sel ekki vin minn". Seinni komst Gullfoss í heldur aðila sem vildu virkja og hóf þá Sigríður baráttu sína fyrir friðun fossins.

      Hún barðist við marga af valdamestu og ríkustu mönnum landsins, lagði á sig langferðir við erfiðar aðstæður og gekk á milli valdhafa í Reykjavík. Þegar illa gekk og malíð virtist tapað hótaði Sigríður að henda sér í fossinn. Til þess kom sem betur fer ekki, því með aðstoð lögfræðings síns Sveins Björnssonar, síðar forseta, fékk hún samningnum rift um síðir þegar leigugjald barst ekki á réttum tíma og Gullfoss komst þá í eigu ríkins. Verður Sigríðar ávallt minnst fyrir að hafa komið í veg fyrir virkjun Gullfoss.

      Sigríður lést 17. nóvember 1957 og er hún jarðsett í Haukadalskirkjugarði í Biskupstungu. [3]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 24 feb. 1871 - Brattholti, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 17 nóv. 1957 - Sólvangi hjúkrunarheimili, Hafnarfirði, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Haukadalskirkjugarði í Biskupstungum, Biskupstungnahr., Árnessýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Ljósmyndir
    Sigríður Tómasdóttir
    Sigríður Tómasdóttir

    Sögur
    Guðjón Óskar Jónsson skrifar: ,,Þar réð Gullfoss gígju slá'
    Guðjón Óskar Jónsson skrifar: ,,Þar réð Gullfoss gígju slá"
    Fréttabréf Ættfræðifélagsins minnist Sigríðar Tómasdóttur, Brattholti Biskupstungum, sem nefnd hefur verið fyrsti náttúruverndarsinni Íslands.

    Andlitsmyndir
    Sigríður Tómasdóttir
    Sigríður Tómasdóttir

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S315] Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 01.10.2004, s. 3.

    3. [S315] Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 01-10-2004, s. 4.


Scroll to Top