Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Kona 1856 - 1940  (83 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Bríet Bjarnhéðinsdóttir  [1, 2, 3
    Fæðing 27 sep. 1856  Haukagili í Vatnsdal, Áshr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3
    Grímstunguprestakall; Prestsþjónustubók Grímstungusóknar 1817-1875. Manntal 1816, s. 32-33
    Grímstunguprestakall; Prestsþjónustubók Grímstungusóknar 1817-1875. Manntal 1816, s. 32-33
    Skírn 28 sep. 1856  [3
    Menntun 1877  Kvennaskólanum á Laugalandi, Öngulsstaðahr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4
    Var þar eitt ár. 
    Hin íslenska fálkaorða 1 des. 1928  [5
    Andlát 16 mar. 1940  Þingholtsstræti 18, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 6
    Greftrun Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Jóhann Valdimar Ásmundsson & Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Jóhann Valdimar Ásmundsson & Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Plot: T-241,
    Nr. einstaklings I16605  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 11 ágú. 2024 

    Faðir Bjarnhéðinn Sæmundsson,   f. 18 jún. 1831   d. 11 ágú. 1877, Böðvarshólum, Þverárhr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 46 ára) 
    Móðir Kolfinna Snæbjarnardóttir,   f. 29 des. 1827, Gilsstöðum í Vatnsdal, Áshr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum staðd. 2 maí 1882, Böðvarshólum, Þverárhr., V-Húnavatnssýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 54 ára) 
    Nr. fjölskyldu F5629  Hóp Skrá  |  Family Chart

    Fjölskylda Jóhann Valdimar Ásmundsson,   f. 10 júl. 1852, Hvarfi í Bárðardal, Bárðdælahr., S-Þingeyjarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum staðd. 17 apr. 1902 (Aldur 49 ára) 
    Nr. fjölskyldu F4086  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 9 maí 2022 

  • Athugasemdir 
    • Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist að Haukagili í Vatnsdal þann 27. september 1856, og ólst upp hjá foreldrum sínum, Bjarnhéðni Sæmundssyni og Kolfinnu Snæbjarnardóttur að Böðvarshólum í Vesturhópi. Bríet var elst af fjórum börnum þeirra. Þegar hún var tvítug deyr faðir hennar og móðir hennar deyr 5 árum síðar.

      Veturinn 1877-78 fer Bríet í Kvennaskólann á Laugalandi og fær þann vitnisburð, að hún hafi um tvítugsaldur verið svo fróð og víðlesin, að þess hafi verið fá dæmi, námsgáfurnar frábærar, skilningur skarpur og minnið óskeikult, en jafnframt þessu hafi viljaþrekið verið óbilandi. Hana dreymdi um menntun en sá þann draum ekki rætast.

      Árið 1885 birtist grein eftir Bríeti í blaðinu Fjallkonunni, hét hún ,,Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna" og varð Bríet þar með fyrst íslenska konan sem skrifar grein í opinbert blað, reyndar undir dulnefninu Æsa. Tveimur árum síðar flytur hún fyrirlesturinn ,,Umhagi og réttindi kvenna" í Reykjavík. Var það einnig í fyrsta sinn að nokkur kona áræddi slíkt á Íslandi.

      Bríet stóð að stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 en á stefnuskrá þess voru réttindamál kvenna og háskólastofnun. Árið 1895 hóf Bríet útgáfu á Kvennablaðinu og var hún jafnframt ritstjóri þess í 25 ár. Árið 1906 var henni boðið á þing alþjóðasambands kvenna í Kaupmannahöfn og þegar hún kom heim byrjaði hún að undirbúa stofnun Kvenréttindafélags Íslands. Var það stofnað af 15 konum á heimili hennar þann 27. janúar 1907 og var Bríet formaður þess í tæp 20 ár. Markmið KRFÍ var meðal annars að vinna að því að konur fengju fullt stjórnmálalegt jafnrétti á við karlmenn. Félagið beitti sér fyrir framboði kvennalista fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1908, barðist einnig fyrir menntun kvenna og aðgengi að menntastofnunum og embættum og hvatti til stofnunar háskóla á Íslandi.

      Þegar konur hlutu kosninga- og kjörgengisrétt til sveitarsjórna 1908 var Bríet kjörin bæjarfulltrúi í Reykjavík og var það í 10 ár.

      Bríet giftist Valdimar Ásmundssyni haustið 1888. Þau eignuðust tvö börn, Laufeyju, f. 1890 og Héðin, f. 1892. Valdimar var ritstjóri blaðsins Fjallkonan, frjálslyndur og víðsýnn maður sem Bríet fann mikinn styrk í. Valdimar féll frá vorið 1902 og stóð þá Bríet uppi sem ekkja með tvö börn.

      Bríet hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928. Hún var fyrsta nafngreinda konan á frímerki á Íslandi, árið 1978. Árið 1988 kom út bókin ,,Strá í hreiðrið" eftir sonardóttur Bríetar, Bríetu Héðinsdóttur, þar sem fjallað er um ævi Bríetar eldri.

      Enginn einn Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórnaði sjálf baráttunni.

      Bríet lést á heimili sínu Þingholtsstræti 18 í Reykjavík, 16. mars 1940 og hvílir hún við hlið manns síns í Hólavallagarði við Suðurgötu. [2, 4, 7, 8, 9, 10]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 27 sep. 1856 - Haukagili í Vatnsdal, Áshr., A-Húnavatnssýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - Var þar eitt ár. - 1877 - Kvennaskólanum á Laugalandi, Öngulsstaðahr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 16 mar. 1940 - Þingholtsstræti 18, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Ljósmyndir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Ekki er ljóst hvenær myndin er tekin en líklegt má telja að hún sé frá því um aldamótin 1900. Ljósmyndarinn er G. Aug. Gudmundsson.

    Andlitsmyndir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir
    Bríet Bjarnhéðinsdóttir

  • Heimildir 
    1. [S1] Gardur.is.

    2. [S349] Tímarit Máls og menningar, 01.08.1940, s. 152.

    3. [S1184] Grímstunguprestakall; Prestsþjónustubók Grímstungusóknar 1817-1875. Manntal 1816, s. 32-33.

    4. [S117] Lesbók Morgunblaðsins, 23.09.2006, s. 8.

    5. [S276] Heimasíða forseta Íslands - https://www.forseti.is/.

    6. [S2] Íslendingabók.

    7. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Br%C3%ADet_Bjarnh%C3%A9%C3%B0insd%C3%B3ttir.

    8. [S1413] 19. júní, 19.06.1957, s. 1-5.

    9. [S1413] 19. júní, 19.06.2006, s. 21.

    10. [S344] Æskan, 01.01.1979, s. 28.


Scroll to Top