Dr. phil. Helgi Pjeturss

Dr. phil. Helgi Pjeturss

Maður 1872 - 1949  (76 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Helgi Pjeturss  [1, 2
  Titill Dr. phil. 
  Fæðing 31 mar. 1872  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
  Menntun 1891  Latínuskólanum, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
  Stúdent. 
  Menntun 1897  Københavns Universitet, København, Danmark Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [3
  Cand. mag í náttúrufræði og landafræði. 
  Andlát 28 jan. 1949  Smiðjustíg 6, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 4
  Greftrun 7 feb. 1949  Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
  Helgi Pjeturss
  Helgi Pjeturss
  Plot: P-512
  Nr. einstaklings I17819  Legstaðaleit
  Búinn til af (Gedcom) 
  Síðast Breytt 3 nóv. 2022 

 • Athugasemdir 
  • Dr. phil. Helgi Pjeturss fæddist í Reykjavík 31. mars 1872. Ungur gekk Helgi menntaveginn og tók stúdentspróf í Reykjavík 1891. Hann tók mjög gott próf, því að hann var frábær námsmaður á flestar greinar. Eftir stúdentsprófið fór hann til Kaupmannahafnar og hóf þar nám í náttúrufræði við háskólann. Lauk hann þar kennaraprófi í þeim í janúar 1897. Aðalgrein hans var jarðfræði.

   Þetta sama ár, sem hann lauk kandidatsprófinu, sendu Danir vísindaleiðangur til Grænlands. Helgi tók þátt í honum sem jarðfræðingur fararinnar. Fékk hann þar kærkomið tækifæri til að vinna að þeim viðfangsefnum, sem hann óskaði að gera sér að lífsstarfi. Eftir Grænlandsförina snéri Helgi aftur til Íslands og næstu árin stundaði hann jarðfræðirannsóknir hér á landi. Á þessum árum skrifaði hann fjölda greina í tímarit innanlands og utan.

   Árið 1905 sendi Helgi háskólanum í Kaupmannahöfn ritgerð um jarðfræði Íslands og hlaut doktorsnafnbót í jarðfræði fyrir, fyrstur Íslendinga. Hann fékk undanþágu frá því að verja ritgerðina munnlega vegna fjarveru og lasleika, enda mun enginn hafa véfengt meginrök hans og sjónarmið. Á þessum árum naut Helgi styrks frá Alþingi til jarðfræðilegra rannsókna. En heilsa hans fór ekki batnandi og smám saman dró til þess, að hann nyti sín ekki við rannsóknirnar. Síðasta ritgerð hans um jarðfræði mun hafa birst í þýsku tímariti 1910. En upp úr því varð hlé á ritstörfum hans.

   Hér urðu þáttaskil í sögu Helga Pjeturss. Nú voru það hin dýpri rök mannlífsins og gátur heimspekinnar sem hann glímdi við. Og að því gekk hann með sama áhuga og elju og fyrri störfum. Skapaði hann kenningu sem sneri að því, að maðurinn væri jafnefnislegur á öðrum plánetum eftir dauða sinn, og lifði á slíkum hnetti sem samsvaraði andlegu þroskastigi viðkomandi. Draumar okkar hér á jörðinni væru auk þess sýn inn í líf á öðrum plánetum. Um þessi efni skrifaði hann Nýalsbækur sínar, sex að tölu, og fjölmargt fleira.

   Helgi andaðist að heimili sínu, Smiðjustíg 6 í Reykjavík og hvílir hann í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu. [4, 5, 6, 7]

 • Ljósmyndir
  Dr. Helgi Pjeturss við rannsóknir á fornu jökulbergi í Dímon í Þjórsárdal (J.Á. ljósm. 1939)
  Dr. Helgi Pjeturss við rannsóknir á fornu jökulbergi í Dímon í Þjórsárdal (J.Á. ljósm. 1939)

  Sögur
  Dr. phil. Helgi Pjeturss - In Memoriam
  Dr. phil. Helgi Pjeturss - In Memoriam

  Andlitsmyndir
  Helgi Pjeturss
  Helgi Pjeturss
  Dr. Helgi Pjeturss
  Dr. Helgi Pjeturss

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 31 mar. 1872 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsMenntun - Stúdent. - 1891 - Latínuskólanum, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsAndlát - 28 jan. 1949 - Smiðjustíg 6, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsGreftrun - 7 feb. 1949 - Hólavallagarði við Suðurgötu, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S1] Gardur.is.

  2. [S35] Tíminn, 06.02.1949, s. 5.

  3. [S171] Íslendingur, 02.02.1949, s. 8.

  4. [S442] Náttúrufræðingurinn, 01.08.1949, s. 97-109.

  5. [S35] Tíminn, 06.02.1949, s. 5-6.

  6. [S392] Vikan, 18.10.1990, s. 30.

  7. [S25] Wikipedia, https://is.wikipedia.org/wiki/Helgi_Pjeturss.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2023.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.