Þórður Tómasson

-
Fornafn Þórður Tómasson [1] Fæðing 28 apr. 1921 Vallnatúni, Vestur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi [1]
Menntun 1941 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [1]
Lauk gagnfræðaprófi. Andlát 27 jan. 2022 Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, Árnessýslu, Íslandi [1]
Aldur 100 ára Greftrun Ásólfsskálakirkjugarði, Vestur-Eyjafjallahr., Rangárvallasýslu, Íslandi [1]
Þórður Tómasson Nr. einstaklings I19972 Legstaðaleit Síðast Breytt 22 ágú. 2023
-
Athugasemdir - Þórður gekk í barnaskólann á Ysta-Skála á árunum 1931-1933. Síðar lauk hann gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941. Eftir skólagöngu vann Þórður ýmis störf. Um tíma var hann í vinnu hjá breska hernum í Hvalfirði, síðar starfaði hann í bókhaldsvinnu hjá Eysteini Einarssyni, þáverandi vegaverkstjóra. Einnig vann hann við bústörf á æskuslóðum sínum í Vallnatúni.
Frá unga aldri helgaði hann líf sitt því að varðveita menningararf þjóðarinnar. Árið 1949 opnaði Byggðasafnið í Skógum dyr sínar fyrir gestum í fyrsta skipti. Þórður var þar safnvörður frá stofnun og inn á annan áratug 21. aldarinnar. Þórður sinnti fjölbreyttum störfum á sviði þjóðlífs og menningar allt sitt líf. Um tíma starfaði hann sem kennari við Skógaskóla. Hann var organisti við Ásólfsskálakirkju og síðar við Eyvindarhólakirkju, hann sat jafnframt í sóknarnefndum þeirra í mörg ár. Hann starfaði fyrir Þjóðminjasafn Íslands um tíma og fólst það starf í þjóðháttasöfnun. Þórður var stofnfélagi í Lionsklúbbnum Suðra í Vík árið 1968 og var félagi í honum í rúma fjóra áratugi.
Frá árinu 1979 til ársins 1989 sat Þórður í sýslunefnd Rangárvallasýslu. Á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1997 var Þórður gerður að heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Íslands fyrir vel unnin störf í þágu þjóðar. Árið 2001 hlaut hann nafnbótina heiðursborgari Austur-Eyjafjallahrepps. Þórður miðlaði fróðleik sínum einnig í rituðu máli og eftir hann liggja fjölmörg rit. Fyrsta bók hans, „Eyfellskar sagnir“, kom út árið 1948 og á aldarafmæli hans síðastliðið vor kom út bókin „Stóraborg – Staður lífs og menningar“, sem var jafnframt sú þrítugasta sem Þórður sendi frá sér að undanskildum fjölda fræðirita. Árið 1962 stofnuðu þeir Þórður og Jón R. Hjálmarsson tímaritið Goðastein sem þeir gáfu út í sameiningu til ársins 1986. [1]
- Þórður gekk í barnaskólann á Ysta-Skála á árunum 1931-1933. Síðar lauk hann gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941. Eftir skólagöngu vann Þórður ýmis störf. Um tíma var hann í vinnu hjá breska hernum í Hvalfirði, síðar starfaði hann í bókhaldsvinnu hjá Eysteini Einarssyni, þáverandi vegaverkstjóra. Einnig vann hann við bústörf á æskuslóðum sínum í Vallnatúni.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Skjöl Menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna, NBC, 1989 - Þórður Tómasson í Skógum
Ljósmyndir
Andlitsmyndir
-
Heimildir - [S31] Morgunblaðið, 09-02-2022.
- [S31] Morgunblaðið, 09-02-2022.