Sigríður Stephensen Pálsdóttir
1938 - 2022 (84 ára)-
Fornafn Sigríður Stephensen Pálsdóttir [1, 2] Gælunafn Diddý Fæðing 4 júl. 1938 Ásgeirshúsi, Húsavík, Íslandi [1, 2] Andlát 18 júl. 2022 Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Aldur: 84 ára Greftrun 4 nóv. 2022 Sóllandi - duftgarði, Reykjavík, Íslandi [1] - Reitur: N-5-13 [1]
Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Nr. einstaklings I21624 Legstaðaleit Síðast Breytt 5 júl. 2024
Fjölskylda Pétur Valgarð Jóhannsson, f. 17 ágú. 1935, Bíldudal, Íslandi d. 25 feb. 1980 (Aldur: 44 ára) Hjónaband 10 sep. 1959 [2] Nr. fjölskyldu F5563 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 5 júl. 2024
-
Athugasemdir - Sigríður eða Diddý, eins og hún var jafnan kölluð, stundaði nám á Bíldudal en síðar við Gagnfræðaskóla Húsavíkur og tók landspróf vorið 1954. Hún dvaldi um skeið á Húsavík en fljótlega lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Húsmæðraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1956. Eftir það dvaldi hún í Reykjavík til ársins 1960, vann fyrst eftir nám í Clausensbúð einn vetur en síðan í Búnaðarbankanum við Austurstræti næstu fjögur árin uns hún flutti til Bíldudals vorið 1960. Þar vann hún ýmis störf, m.a. við verslun og fiskvinnslu og síðar í Landsbankanum uns hún flutti til Reykjavíkur sumarið 1984. Þá hóf hún störf við Landsbankann í Múlaútibúi uns hún lét af störfum 2004.
Diddý var m.a. formaður kvenfélagsins Framsóknar á Bíldudal um margra ára skeið og í stjórn kvennadeildar Slysavarnafélagsins á Bíldudal. Hún söng í kirkjukór Bíldudalskirkju, lék með Leikfélaginu Baldri, spilaði á gítar og söng við ýmis tækifæri. Eftir að hún flutti suður var hún einn af stofnfélögum Landsbankakórsins sem söng við ýmis tækifæri í Reykjavík, úti á landi og tók þátt í kóramótum erlendis. Hún var trúnaðarmaður starfsmanna Landsbankans í Múlaútibúi til margra ára auk annarra starfa sem hún gegndi á vegum bankans. Diddý tók þátt í sveitarstjórnarmálum fyrir vestan og það var fátt sem hún lét sig ekki varða á Bíldudal. Síðasta tæpa árið bjó Diddý á Hrafnistu í Reykjavík. [2]
- Sigríður eða Diddý, eins og hún var jafnan kölluð, stundaði nám á Bíldudal en síðar við Gagnfræðaskóla Húsavíkur og tók landspróf vorið 1954. Hún dvaldi um skeið á Húsavík en fljótlega lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Húsmæðraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1956. Eftir það dvaldi hún í Reykjavík til ársins 1960, vann fyrst eftir nám í Clausensbúð einn vetur en síðan í Búnaðarbankanum við Austurstræti næstu fjögur árin uns hún flutti til Bíldudals vorið 1960. Þar vann hún ýmis störf, m.a. við verslun og fiskvinnslu og síðar í Landsbankanum uns hún flutti til Reykjavíkur sumarið 1984. Þá hóf hún störf við Landsbankann í Múlaútibúi uns hún lét af störfum 2004.
-
Kort yfir atburði Andlát - 18 júl. 2022 - Landspítalanum í Fossvogi, Reykjavík, Íslandi Greftrun - 4 nóv. 2022 - Sóllandi - duftgarði, Reykjavík, Íslandi = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Andlitsmyndir Sigríður Stephensen Pálsdóttir
-
Heimildir