Ólafur Sívertsen

Ólafur Sívertsen

Maður 1790 - 1860  (70 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Ólafur Sívertsen  [1, 2
    Fæðing 25 maí 1790  Núpi, Haukadalshr., Dalasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Ridder af Dannebrog 1 jan. 1859  [3, 4
    Alþingismaður 1852–1860  [1
    Alþingismaður Barðstrendinga. 
    Andlát 27 maí 1860  Flatey á Breiðafirði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
    Flateyjarprestakall; Prestsþjónustubók Flateyjarsóknar á Breiðafirði og Skálmarnesmúlasóknar/Múlasóknar 1854-1880, s. 320-321
    Flateyjarprestakall; Prestsþjónustubók Flateyjarsóknar á Breiðafirði og Skálmarnesmúlasóknar/Múlasóknar 1854-1880, s. 320-321
    Aldur: 70 ára 
    Greftrun 7 jún. 1860  Flateyjarkirkjugarði, Flatey á Breiðafirði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2, 5
    Ólafur Sívertsen
    Ólafur Sívertsen & Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir
    Nr. einstaklings I2376  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 14 jan. 2020 

    Fjölskylda Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir,   f. 31 maí 1798   d. 23 ágú. 1865 (Aldur: 67 ára) 
    Hjónaband 6 okt. 1821  [1
    Börn 
    +1. Katrín Ólafsdóttir Sívertsen,   f. 3 jún. 1823   d. 9 jún. 1903, Bíldudal, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur: 80 ára)
    Nr. fjölskyldu F562  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 12 okt. 2021 

  • Athugasemdir 
    • Var á Núpi, Vatnshornssókn, Dal. 1801. Prestur í Flatey á Breiðafirði, Barð. frá 1823 til dauðadags. Prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1842-1860. [3]
    • Prestur. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Núpi í Haukadal og víðar og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir að Dröngum á Skógarströnd, Jónssonar.

      Lærði fyrst 1 vetur hjá síra Jónatan Sigurðssyni á Stað í Hrútafirði, síðan 2 vetur hjá síra Páli Hjálmarssyni á Stað á Reykjanesi og hlaut stúdentsréttindi frá honum 19. maí 1816, gekk síðan í þjónustu Guðmundar kaupmanns Schevings í Flatey, en eftir það í þjónustu Eiríks kaupm. Kúlds sst., setti vorið 1821 bú á 10 hundr. í Flatey og jók býlið sitt smám saman, svo að það varð rúml. ½ eyin, fékk Flatey 26. júlí 1823, vígðist 30. s.m., sagði af sér prestskap þar vorið, sem hann andaðist og einnig prófastsembætti í Barðastrandarsýslu, sem hann hafði gegnt frá 15. ágúst 1840.

      Hann stofnaði framfarafélag Flateyjar á giftingardegi sínum, 6. okt. 1820, var í stjórn lestrarfélags Barðastrandarsýslu frá 1827, alþm. Barðstrendinga 1853-7, endurkosinn 1859, en tók ekki við, fékk verðlaunabikar frá landbúnaðarfélagi Dana 15. dec. 1838, og er sá bikar varðveittur í Þjóðminjasafninu.

      Ólafur prófastur varð fél. hins ísl. biblíufélags 1844, r. af dbr. 1. jan. 1859.

      Hann var fyrir flestum öðrum prestum um sína daga í flestum greinum, vel að sér, kennimaður góður, búhöldur ágætur, áhugamaður hinn mesti um öll framfaramál og þjóðmál, skáldmæltur (sjá Lbs.), en pr. er eftir hann í Skírni 2 kvæði í viðbæti messusöngsbókar 1 sálmur og í ritum smáritafélagsins 1 sálmur.

      Hann var aðalmaðurinn í stjór ársritsins "Gests Vestfirðings" og á þar nokkurar ritgerðir. Hann var og heppinn læknir. [6]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 25 maí 1790 - Núpi, Haukadalshr., Dalasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 27 maí 1860 - Flatey á Breiðafirði, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 7 jún. 1860 - Flateyjarkirkjugarði, Flatey á Breiðafirði, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Andlitsmyndir
    Ólafur Sívertsen
    Ólafur Sívertsen

  • Heimildir 
    1. [S4] Alþingi, http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=450.

    2. [S134] Flateyjarprestakall; Prestsþjónustubók Flateyjarsóknar á Breiðafirði og Skálmarnesmúlasóknar/Múlasóknar 1854-1880, s. 320-321.

    3. [S2] Íslendingabók.

    4. [S234] Alþingismannatal, 1845-1905, s. 50.

    5. [S3] Headstone/legsteinn.

    6. [S195] Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940, 4. bindi 1951 O-S, s. 79-80.


Scroll to Top