Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson

Maður 1859 - 1901  (42 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Sigurður Einarsson  [1, 2, 3, 4
  Fæðing 18 jan. 1859  Glúmsstöðum, Fljótsdalshr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
  Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265
  Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265
  Skírn 20 jan. 1859  [3
  Menntun 1880-1882  Möðruvallaskóla, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [5
  Heimili 1887-1893  Winnipeg, Manitoba, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [5
  Andlát 26 nóv. 1901  Hánefsstöðum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 4
  Andlát - Sigurður Einarsson
  Andlát - Sigurður Einarsson
  Dvergasteinsprestakall; Prestsþjónustubók Dvergasteinssóknar, Vestdalseyrarsóknar og Klyppsstaðarsóknar 1885-1928, giftir og dánir, s. 536-537
  Dvergasteinsprestakall; Prestsþjónustubók Dvergasteinssóknar, Vestdalseyrarsóknar og Klyppsstaðarsóknar 1885-1928, giftir og dánir, s. 536-537
  Greftrun 6 des. 1901  Leiði á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4, 6
  Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson
  Nr. einstaklings I3757  Legstaðaleit
  Síðast Breytt 24 des. 2021 

  Fjölskylda Arnbjörg Stefánsdóttir Einarson
            f. 28 jan. 1853, Stakkahlíð, Loðmundarfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
            d. 4 okt. 1937, Minitonas, Manitoba, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 84 ára) 
  Hjónaband 10 júl. 1894  Vallaneskirkju, Vallahr., S-Múlasýslu, Ísland Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [7
  Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169
  Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169
  Börn 
   1. Sigríður Sigurðardóttir McDowell
            f. 1894  
            d. 6 nóv. 1981, Vancouver, British Columbia, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 87 ára)
   2. Stefán Sigurðsson Einarsson
            f. 27 júl. 1896, Neshjáleigu, Loðmundarfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað
            d. 6 jún. 1979 (Aldur 82 ára)
  Nr. fjölskyldu F1720  Hóp Skrá  |  Family Chart
  Síðast Breytt 25 sep. 2018 

 • Athugasemdir 
  • Fór til Vesturheims 1887 frá Sævarenda, Loðmundarfjarðarhreppi, N-Múl. Bús. í Winnipeg 1887-1893 og fékkst við smíðar og verslunarstörf en snéri þá aftur heim til Íslands. Oddviti í Loðmundarfjarðarhr. og hreppstjóri í Seyðisfjarðarhr. frá 1899. [1]
  • Sigurður Einarsson var fæddur á Glúmsstöðum í Fljótsdal 18. janúar 1859. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sævarenda. 1880 fór hann á Möðruvallaskólann og var þar við nám í tvo vetur.
   Sigurður fór til Ameríku 1887 og dvaldi í Winnipeg í 6 ár, eða til 1893, að hann kom heim aftur. Vestra fékkst han við smíðar og verslunarstörf.
   Sigurður var oddviti í Loðmundarfjarðarhreppi og hreppstjóri var hann í Seyðisfjarðarhr. frá 1899 til dauðadags. Hann var einn af helstu forvígismönnum bindindismálsins hér og sat á tveimur þingum stórstúkunnar fyrir stúkuna Fjólan.

   Hann hafði mikinn áhuga á kirkjumálum og vildi að þeim yrði skipað sem frjálslegast. Hann vildi leysa utanþjóðkirkjumenn frá öllum gjöldum til þjóðkirkjunnar og átti mikinn þátt í að þetta kom til umræðu á þingum. Sjálfur var hann í engu kirkjufélagi, en mun helst hafa hallast að trúarskoðunum Únitara.

   Sigurður hafði legið þungt haldinn af "kolbrand í lungunum" í 5 vikur þegar hann lést. Hann hafði óskað þess að verða jarðaður án allra kirkjusiða og ekkja hans fór fram á að hann fengi að hvíla í grafreit kaupstaðarins. En sóknarpresturinn fann ekki vald hjá sér til að leyfa það nema venjulegir greftrunarsiðir yrðu notaðir, þ.e. að moldu væri kastað á líkið og sálmasöngur viðhafður. Lét þá ekkjan jarða mann sinn í óvígðri moldu og án aðkomu prests, á Hánefsstaðaeyrum.

   Vinum og vandamönnum Sigurðar fannst þetta óþarfa meinfýsi hjá prestinum, að neita Sigurði um legstað í kirkjugarðinum. Þeir tóku m.a. fram að í Danmörku væru alkunnir og opinberir trúleysingjar jarðaðir umtalslaust í kirkjugörðum þar og þóttu presturinn hafa tekið sér heldur stór völd.

   En út af því að ekkjan jarðaði Sigurð utan kirkjugarðs, skipaði landshöfðingi málssókn á hendur henni og var það mál dæmt í lögreglurétti N-Múlasýslu tæpum tveimur árum eftir andlát Sigurðar. Var kærða sýknuð af kærum og kröfum hins opinbera í málinu og málskostnaður lagður á almannafé. Dómi þessum skaut amtmaðurinn til yfirdóms sem svo samþykkti dóm lögregluréttarins. [5, 8]

 • Skjöl
  Hið opinbera gegn Arnbjörgu Stefánsdóttur
  Hið opinbera gegn Arnbjörgu Stefánsdóttur
  Landnemi N. V. 12. - A
rnbjörg Stefánsdóttir Einarsson
  Landnemi N. V. 12. - A rnbjörg Stefánsdóttir Einarsson
  Stefán Einarsson
  Stefán Einarsson

  Andlitsmyndir
  Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson

  Minningargreinar
  Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson
  Andlát - Sigurður Einarsson
  Andlát - Sigurður Einarsson
  Sigurður Einarsson hreppstjóri
  Sigurður Einarsson hreppstjóri

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 18 jan. 1859 - Glúmsstöðum, Fljótsdalshr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsMenntun - 1880-1882 - Möðruvallaskóla, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsAndlát - 26 nóv. 1901 - Hánefsstöðum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsGreftrun - 6 des. 1901 - Leiði á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S2] Íslendingabók.

  2. [S122] Austri, 27-11-1901, s. 157.

  3. [S124] Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265.

  4. [S125] Dvergasteinsprestakall; Prestsþjónustubók Dvergasteinssóknar, Vestdalseyrarsóknar og Klyppsstaðarsóknar 1885-1928, giftir og dánir, s. 536-537.

  5. [S8] Lögberg, 29-05-1902, s. 2.

  6. [S3] Headstone/legsteinn.

  7. [S123] Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169.

  8. [S384] Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, 7. bindi, s. 626.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.