Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson

Maður 1859 - 1901  (42 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Sigurður Einarsson  [1, 2, 3, 4
    Fæðing 18 jan. 1859  Glúmsstöðum, Fljótsdalshr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265
    Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265
    Skírn 20 jan. 1859  [3
    Menntun 1880-1882  Möðruvallaskóla, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [5
    Heimili 1887-1893  Winnipeg, Manitoba, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [5
    Andlát 26 nóv. 1901  Hánefsstöðum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 4
    Andlát - Sigurður Einarsson
    Dvergasteinsprestakall; Prestsþjónustubók Dvergasteinssóknar, Vestdalseyrarsóknar og Klyppsstaðarsóknar 1885-1928, giftir og dánir, s. 536-537
    Aldur 42 ára 
    Greftrun 6 des. 1901  Leiði á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [4, 6
    Sigurður Einarsson
    Sigurður Einarsson
    Nr. einstaklings I3757  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 24 des. 2021 

    Maki Arnbjörg Stefánsdóttir Einarson,   f. 28 jan. 1853, Stakkahlíð, Loðmundarfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum staðd. 4 okt. 1937, Minitonas, Manitoba, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 84 ára) 
    Hjónaband 10 júl. 1894  Vallaneskirkju, Vallahr., S-Múlasýslu, Ísland Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [7
    Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169
    Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169
    Börn 
     1. Sigríður Sigurðardóttir McDowell,   f. 1894   d. 6 nóv. 1981, Vancouver, British Columbia, Canada Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 87 ára)
     2. Stefán Sigurðsson Einarsson,   f. 27 júl. 1896, Neshjáleigu, Loðmundarfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum staðd. 6 jún. 1979 (Aldur 82 ára)
    Nr. fjölskyldu F1720  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 25 sep. 2018 

  • Athugasemdir 
    • Fór til Vesturheims 1887 frá Sævarenda, Loðmundarfjarðarhreppi, N-Múl. Bús. í Winnipeg 1887-1893 og fékkst við smíðar og verslunarstörf en snéri þá aftur heim til Íslands. Oddviti í Loðmundarfjarðarhr. og hreppstjóri í Seyðisfjarðarhr. frá 1899. [1]
    • Sigurður Einarsson var fæddur á Glúmsstöðum í Fljótsdal 18. janúar 1859. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim til Sævarenda. 1880 fór hann á Möðruvallaskólann og var þar við nám í tvo vetur.
      Sigurður fór til Ameríku 1887 og dvaldi í Winnipeg í 6 ár, eða til 1893, að hann kom heim aftur. Vestra fékkst han við smíðar og verslunarstörf.
      Sigurður var oddviti í Loðmundarfjarðarhreppi og hreppstjóri var hann í Seyðisfjarðarhr. frá 1899 til dauðadags. Hann var einn af helstu forvígismönnum bindindismálsins hér og sat á tveimur þingum stórstúkunnar fyrir stúkuna Fjólan.

      Hann hafði mikinn áhuga á kirkjumálum og vildi að þeim yrði skipað sem frjálslegast. Hann vildi leysa utanþjóðkirkjumenn frá öllum gjöldum til þjóðkirkjunnar og átti mikinn þátt í að þetta kom til umræðu á þingum. Sjálfur var hann í engu kirkjufélagi, en mun helst hafa hallast að trúarskoðunum Únitara.

      Sigurður hafði legið þungt haldinn af "kolbrand í lungunum" í 5 vikur þegar hann lést. Hann hafði óskað þess að verða jarðaður án allra kirkjusiða og ekkja hans fór fram á að hann fengi að hvíla í grafreit kaupstaðarins. En sóknarpresturinn fann ekki vald hjá sér til að leyfa það nema venjulegir greftrunarsiðir yrðu notaðir, þ.e. að moldu væri kastað á líkið og sálmasöngur viðhafður. Lét þá ekkjan jarða mann sinn í óvígðri moldu og án aðkomu prests, á Hánefsstaðaeyrum.

      Vinum og vandamönnum Sigurðar fannst þetta óþarfa meinfýsi hjá prestinum, að neita Sigurði um legstað í kirkjugarðinum. Þeir tóku m.a. fram að í Danmörku væru alkunnir og opinberir trúleysingjar jarðaðir umtalslaust í kirkjugörðum þar og þóttu presturinn hafa tekið sér heldur stór völd.

      En út af því að ekkjan jarðaði Sigurð utan kirkjugarðs, skipaði landshöfðingi málssókn á hendur henni og var það mál dæmt í lögreglurétti N-Múlasýslu tæpum tveimur árum eftir andlát Sigurðar. Var kærða sýknuð af kærum og kröfum hins opinbera í málinu og málskostnaður lagður á almannafé. Dómi þessum skaut amtmaðurinn til yfirdóms sem svo samþykkti dóm lögregluréttarins. [5, 8]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 18 jan. 1859 - Glúmsstöðum, Fljótsdalshr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsMenntun - 1880-1882 - Möðruvallaskóla, Arnarneshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 26 nóv. 1901 - Hánefsstöðum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - 6 des. 1901 - Leiði á Hánefsstaðaeyrum, Seyðisfjarðarhr., N-Múlasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Skjöl
    Hið opinbera gegn Arnbjörgu Stefánsdóttur
    Hið opinbera gegn Arnbjörgu Stefánsdóttur
    Landnemi N. V. 12. - A
rnbjörg Stefánsdóttir Einarsson
    Landnemi N. V. 12. - A rnbjörg Stefánsdóttir Einarsson
    Stefán Einarsson
    Stefán Einarsson

    Andlitsmyndir
    Sigurður Einarsson
    Sigurður Einarsson

    Minningargreinar
    Sigurður Einarsson
    Sigurður Einarsson
    Andlát - Sigurður Einarsson
    Andlát - Sigurður Einarsson
    Sigurður Einarsson hreppstjóri
    Sigurður Einarsson hreppstjóri

  • Heimildir 
    1. [S2] Íslendingabók.

    2. [S122] Austri, 27-11-1901, s. 157.

    3. [S124] Valþjófsstaðarprestakall; Prestsþjónustubók Valþjófsstaðarsóknar í Fljótsdal 1817-1867. Manntal 1816, s. 264-265.

    4. [S125] Dvergasteinsprestakall; Prestsþjónustubók Dvergasteinssóknar, Vestdalseyrarsóknar og Klyppsstaðarsóknar 1885-1928, giftir og dánir, s. 536-537.

    5. [S8] Lögberg, 29-05-1902, s. 2.

    6. [S3] Headstone/legsteinn.

    7. [S123] Vallanesprestakall; Prestsþjónustubók Vallanessóknar á Völlum, Þingmúlasóknar og Hallormsstaðarsóknar 1862-1931. Manntal 1862, s. 168-169.

    8. [S384] Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum, 7. bindi, s. 626.


Scroll to Top