Magnús Gunnlaugur Ingimundarson

-
Fornafn Magnús Gunnlaugur Ingimundarson [1, 2, 3, 4] Fæðing 6 jún. 1901 Snartartungu, Óspakseyrarhr., Strandasýslu, Íslandi [1, 2, 4]
Atvinna Hreppstjóri og vegavinnuverkstjóri. [1] Andlát 13 ágú. 1982 Borgarspítalanum, Reykjavík, Íslandi [3]
Aldur 81 ára Greftrun Reykhólakirkjugarði, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi [5, 6]
Jóhanna Kristín Hákonardóttir & Magnús Gunnlaugur Ingimundarson
Plot: 176Systkini
1 systir Nr. einstaklings I7132 Legstaðaleit Síðast Breytt 3 jún. 2025
Faðir Ingimundur Magnússon, f. 25 feb. 1869, Hrófbergi, Hrófbergshr., Strandasýslu, Íslandi d. 25 jan. 1942 (Aldur 72 ára)
Móðir Sigríður Einarsdóttir, f. 22 sep. 1867, Snartartungu, Óspakseyrarhr., Strandasýslu, Íslandi d. 25 nóv. 1933, Bæ í Króksfirði, Múlahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi
(Aldur 66 ára)
Nr. fjölskyldu F1711 Hóp Skrá | Family Chart
Maki 1 Jóhanna Kristín Hákonardóttir, f. 16 ágú. 1901, Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi d. 12 júl. 1937, Bæ í Króksfirði, Múlahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi
(Aldur 35 ára)
Hjónaband 7 júl. 1923 [4] Börn 1. Sigríður Magnúsdóttir, f. 22 maí 1924 d. 29 apr. 2005 (Aldur 80 ára) 2. Lúðvík Jóhann Kristinn Magnússon, f. 19 ágú. 1925 d. 2 sep. 2003 (Aldur 78 ára) 3. Arndís Kristín Magnúsdóttir, f. 20 júl. 1927 d. 30 maí 2019 (Aldur 91 ára) 4. Erlingur Bjarni Magnússon, f. 7 okt. 1931 d. 20 okt. 2001 (Aldur 70 ára) + 5. Hákon Magnús Magnússon, f. 11 sep. 1933, Reykhólum, Reykhólahr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi d. 25 des. 1999 (Aldur 66 ára)
6. Ingimundur Sigurður Magnússon, f. 11 sep. 1933 d. 21 ágú. 1992 (Aldur 58 ára) Nr. fjölskyldu F1712 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 3 jún. 2025
Maki 2 Sigríður Guðjónsdóttir, f. 19 apr. 1903, Litlu-Brekku, Geiradalshr., A-Barðastrandarsýslu, Íslandi d. 18 júl. 1985, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi
(Aldur 82 ára)
Hjónaband Aths.: Þau voru ekki gift. Börn 1. Ólafur Jón Magnússon, f. 20 mar. 1940 d. 29 jan. 2013 (Aldur 72 ára) Nr. fjölskyldu F6033 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 3 jún. 2025
Maki 3 Borghildur Kristín Magnúsdóttir, f. 13 ágú. 1915 d. 12 júl. 2004 (Aldur 88 ára) Hjónaband 25 ágú. 1962 [4] Nr. fjölskyldu F6038 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 3 jún. 2025
-
Athugasemdir - Magnús Gunnlaugur Ingimundarson fæddist þann 6. júní 1901 að Snartartungu í Óspakseyrarhr., Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Magnússon (1869-1942) og Sigríður Einarsdóttir (1867-1933). Þau hjónin fluttust að Bæ í Reykhólasveit árið 1903 og bjuggu þar uns Sigríður lést.
Í Bæ ólst Magnús upp með foreldrum sínum. Hann stundaði nám í tvo vetur í Núpsskóla í Dýrafirði og hlaut þar góðan orðstýr, sem og annars staðar á lífsleiðinni.
Magnús giftist Jóhönnu Hákonardóttur (1901-1937) frá Reykhólum hinn 7. júlí 1923. Þau hófu búskap á Bæ, síðar á Hríshóli, þaðan flytja þau að Miðjanesi, síðar að Reykhólum og höfðu þar hálfa jörðina, og flytja svo að lokum að Bæ árið 1935. Magnúsi og Jóhönnu varð 6 barna auðið, en hún lést árið 1937 er hún var aðeins 35 ára.
Síðar eignaðist hann tvo syni með ráðskonu sinni, Sigríði Guðjónsdóttur (1903-1985).
Árið 1960 hætti Magnús búskap í Bæ og vann á vetrum við skrifstofustörf hjá Vegagerðinni í Reykjavík, en hélt áfram verkstjórn við vegalagnir á Austur-Barðastrandarsýslu á sumrin.
Hinn 25. ágúst 1962 giftist Magnús Borghildi Kristínu Magnúsdóttur (1915-2004). Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttu svo til jarðarinnar Kletts í Geiradal þar sem þau bjuggu til 1977. Eftir það fluttu þau alfarið suður og áttu heima á Hagamel 35 í Reykjavík.
Magnús lést á Borgarspítalanum í Reykjavík þann 13. ágúst 1982. Hann hvílir í Reykhólakirkjugarði við hlið Jóhönnu konu sinnar. [4] - Húsbóndi í Miðjanesi, Reykhólasókn, A-Barð. 1930. Bóndi á Bæ í Króksfirði, Reykhólahr., A-Barð. 1934-59 og um tíma á Kletti í Geiradal, síðast bús. í Reykjavík. Hreppstjóri í Reykhólasveit. [7]
- Magnús Gunnlaugur Ingimundarson fæddist þann 6. júní 1901 að Snartartungu í Óspakseyrarhr., Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Magnússon (1869-1942) og Sigríður Einarsdóttir (1867-1933). Þau hjónin fluttust að Bæ í Reykhólasveit árið 1903 og bjuggu þar uns Sigríður lést.
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth
Skýringar á merkingum : Heimilisfang
: Staðsetning
: Bær/Borg
: Hreppur
: Sýsla
: Land
: Ekki stillt
-
Skjöl Borið niður að Bæ
Samtal við Magnús í Bæ í Reykhólasveit og son hans Erling.
Andlitsmyndir Magnús Gunnlaugur Ingimundarson
Minningargreinar Magnús G. Ingimundarson látinn Minning - Magnús Ingimundarson frá Bæ
-
Heimildir