Dr. Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson
1910 - 2000 (89 ára)-
Fornafn Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson [1, 2] Forskeyti Dr. Fæðing 19 okt. 1910 Hafnarfirði, Íslandi [1, 2] Menntun 1932 Menntaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi [3] Lauk stúdentssprófi með 1. einkunn, 7,23. Stúdentar frá Reykjavíkurskóla 1932 Andlát 23 júl. 2000 Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi [1, 2] Greftrun 28 júl. 2000 Hafnarfjarðarkirkjugarði, Hafnarfirði, Íslandi [1] Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson & Kristbjörg Einarsdóttir
Plot: E 2-25, E-2-26Systkini 3 bræður Nr. einstaklings I9459 Legstaðaleit Síðast Breytt 2 jún. 2024
Faðir Eiríkur Jónsson, f. 2 jún. 1857, Þórustöðum, Vatnsleysustrandarhr., Gullbringusýslu, Íslandi d. 18 apr. 1922 (Aldur 64 ára) Móðir Sólveig Guðfinna Benjamínsdóttir, f. 25 apr. 1867, Hróbjargarstöðum, Kolbeinsstaðahr., Snæfellsnessýslu, Íslandi d. 17 des. 1949 (Aldur 82 ára) Hjónaband 20 jún. 1889 [4] Nr. fjölskyldu F5459 Hóp Skrá | Family Chart
Fjölskylda 1 Elvira Hertzsch, f. 1904, Mainz, Rhineland-Palatinate, Þýskalandi d. 14 mar. 1943, Karaganda, Kasakstan (Aldur 39 ára) Börn 1. Sólveig Erla Hertzsch, f. 22 mar. 1937 graf. Ekki þekkt - Ukendt - Not known Nr. fjölskyldu F5460 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 2 jún. 2024
Fjölskylda 2 Kristbjörg Einarsdóttir, f. 13 des. 1914, Reykjavík, Íslandi d. 22 ágú. 2003, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, Reykjavík, Íslandi (Aldur 88 ára) Hjónaband 25 des. 1942 Minneapolis, Minnesota, USA [5] Nr. fjölskyldu F3844 Hóp Skrá | Family Chart Síðast Breytt 9 des. 2021
-
Kort yfir atburði = Tengill á Google Earth Skýringar á merkingum : Heimilisfang : Staðsetning : Bær/Borg : Hreppur : Sýsla : Land : Ekki stillt
-
Ljósmyndir Dr. Benjamín Eiríksson á skrifstofu sinni Skólabræður frá Akureyri á síld á Siglufirði sumarið 1930.
Frá vinstri: Hallgrímur Hallgrímsson, Nikulás Einarsson, Benjamín Eiríksson, Snorri Hallgrímson og Skafti Sigþórsson.
Skjöl Í stormum sinna tíma Benjamín H. J. Eiríksson: Vísa bróður míns
Andlitsmyndir Benjamín H.J. Eiríksson Benjamín H.J. Eiríksson
Benjamín á Moskvuárunum.Benjamín H.J. Eiríksson Benjamín H.J. Eiríksson Benjamín H. J. Eiríksson
Minningargreinar Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson
-
Athugasemdir - Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson fæddist í Hafnarfirði þann 19. október 1910.
Benjamín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932, stundaði nám í Berlín, Stokkhólmi, Uppsölum og Moskvu 1932-1938 og lauk fil. kand.-prófi frá Stokkhólmsháskóla í hagfræði, tölfræði og slavneskum málum og bókmenntum 1938, lagði stund á MA-nám í hagfræði og stjórnmálafræði í Minneapolis í Bandaríkjunum 1942-1944 og tók doktorspróf í hagfræði við Harvard-háskóla 1946; leiðbeinandi hans var Joseph A. Schumpeter, prófessor.
Benjamín stundaði verkamannavinnu og sjómennsku á unglingsárum, var starfsmaður Landssambands íslenskra stéttarfélaga 1938-1939, túlkur hjá breska setuliðinu 1940, aðstoðarkennari við háskólann í Seattle meðfram námi 1943, starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington 1946-1951, en í leyfi þaðan 1949 er hann vann að álitsgerð um hagmál fyrir ríkisstjórn Íslands, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951-1953, bankastjóri Framkvæmdabankans 1953-1965 og samdi m.a. við erlendar fjármálastofnanir um lántökur til rafvirkjana, áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju o.fl. framkvæmda. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður bankamálanefndar 1951-1956, húsnæðismálanefndar 1954-1955, nefndar til endurskoðunar laga um Háskóla Íslands og nefndar um Skálholtssöfnun 1965.
Dr. Benjamín skrifaði fjölda greina um þjóðmál, auk ritgerða og bóka, bæði á ensku og íslensku, m.a. Orsakir erfiðleikanna í atvinnu- og gjaldeyrismálunum (1938), Outline of an Economic Theory (1954), The Concept and Nature of Money (1962), Um Vatnsdælasögu (1964), Ég er (1983), Rit 1938-1965 (1990), Hér og nú (1991), Nýtt og gamalt (1998). Ævisaga hans, Benjamín H.J. Eiríksson í stormum sinna tíða, kom út árið 1996.
Benjamín lést 23. júlí 2000 og hvílir í Hafnarfjarðarkirkjugarði við hlið konu sinnar. [2]
- Benjamín Hafsteinn Jón Eiríksson fæddist í Hafnarfirði þann 19. október 1910.
-
Heimildir