Steingrímur Matthías Sigfússon

Steingrímur Matthías Sigfússon

Maður 1919 - 1976  (56 ára)


Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

  • Fornafn Steingrímur Matthías Sigfússon  [1, 2, 3
    Gælunafn Valur Vestan 
    Fæðing 12 jún. 1919  Stóru-Hvalsá, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2, 3
    Prestsbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Prestsbakkasóknar í Hrútafirði og Staðarsóknar í Hrútafirði 1899-1937, opna 36/139
    Prestsbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Prestsbakkasóknar í Hrútafirði og Staðarsóknar í Hrútafirði 1899-1937, opna 36/139
    Skírn 20 júl. 1919  [2
    Bók 1948  [4
    Sendi frá sér bókina ,,Týndi hellirinn" undir höfundanafninu Valur Vestan. 
    Týndi hellirinn
    Týndi hellirinn
    Týndi hellirinn er fyrsta spennu- og skemmtisagan sem Valur Vestan sendi frá sér. Í bókinni segir frá Krumma, jarðfræðingi og grúskara og félaga hans Tóka. Á ferðalagi vestur á fjörðum verða þeir varir þýskra njósnara, og það kemur af stað óvæntri atburðarás. Þeir félagar þurfa svo sannarlega á styrk sínum og…
    Bók 1949  [5
    Sendi frá sér bókina ,,Flóttinn frá París" undir höfundanafninu Valur Vestan.  
    Flóttinn frá París
    Flóttinn frá París
    Flóttinn frá París er önnur spennu- og skemmtisagan eftir Val Vestan. Gerist sagan að mestu í London og París er Krummi freistar þess að frelsa stúlku, sem hann ann, úr klóm nasista í París. Hann lendir á æsilegum flótta eftir að hafa gert mikinn usla í herbúðum nasista sem hugsa honum þegjandi þörfina. Mörgum finnst sagan…
    Bók 1950  [6
    Sendi frá sér bókina ,,Rafmagnsmorðið" undir höfundanafninu Valur Vestan.  
    Rafmagnsmorðið
    Rafmagnsmorðið
    Þriðja bókin, Rafmagnsmorðið, fjallar um flókið morðmál þar sem ung stúlka finnst látin í íbúð í Reykjavík. Í fyrstu er álitið að um slys sé að ræða en Krummi áttar sig á að kaldrifjaður morðingi hefur verið að verki. Saklaus maður liggur undir grun og krefst rannsókn málsins nákvæmni og færni.
    Bók 1959  [3
    Gaf út barnabókina ,,Blíð varstu bernskutíð". 
    Blíð varstu bernskutíð - ný barnabók
    Blíð varstu bernskutíð - ný barnabók
    Andlát 20 apr. 1976  Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
    Aldur 56 ára 
    Greftrun Prestsbakkakirkjugarði, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
    Steingrímur Matthías Sigfússon
    Steingrímur Matthías Sigfússon
    Systkini 1 bróðir og 1 systir 
    Nr. einstaklings I9609  Legstaðaleit
    Síðast Breytt 12 jún. 2025 

    Faðir Sigfús Sigfússon,   f. 7 ágú. 1887   d. 29 jan. 1958 (Aldur 70 ára) 
    Móðir Kristín Gróa Guðmundsdóttir,   f. 8 okt. 1888   d. 15 feb. 1963 (Aldur 74 ára) 
    Nr. fjölskyldu F2228  Hóp Skrá  |  Family Chart

    Maki 1 Guðrún Hlín Þórarinsdóttir,   f. 20 apr. 1922   d. 10 nóv. 1959 (Aldur 37 ára) 
    Hjónaband 1 okt. 1938  [3
    Börn 
     1. Elma Kristín Steingrímsdóttir,   f. 19 ágú. 1940, Patreksfirði, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum staðd. 25 sep. 2014, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Akureyri, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað (Aldur 74 ára)
     2. Magni Ríkharður Steingrímsson,   f. 24 feb. 1942   d. 23 jún. 2024 (Aldur 82 ára)
     3. Sigfús Steingrímsson,   f. 3 apr. 1943   d. 25 jan. 1981 (Aldur 37 ára)
     4. Sjöfn Steingrímsdóttir,   f. 26 maí 1944   d. 31 des. 2022 (Aldur 78 ára)
    Nr. fjölskyldu F6152  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 12 jún. 2025 

    Maki 2 Guðbjörg Þorbjarnardóttir,   f. 27 apr. 1917   d. 22 okt. 2013 (Aldur 96 ára) 
    Nr. fjölskyldu F6154  Hóp Skrá  |  Family Chart
    Síðast Breytt 12 jún. 2025 

  • Athugasemdir 
    • Steingrímur Matthías Sigfússon fæddist þann 12. júní 1919 að Stóru-Hvalsá í Bæjarhr. í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Sigfús Sigfússon (1887-1958) og Kristín Gróa Guðmundsdóttir (1888-1963) er þar bjuggu.

      Í samfylgd foreldra sinna var hann til 3ja ára aldurs, en þá fór hann í fóstur að Bæ í sömu sveit, til systkinanna Guðlaugar, Guðrúnar og Jóns Jónsbarna er þar bjuggu og ólst þar upp sín bernskuár. Á þessu æskuheimili sínu mun hann hafa orðið fyrir fyrstu tengslum sínum við tónlist, er síðar varð ríkur þáttur í lífi hans og starfi alla tíð.

      Innan við tvítugt kom Steingrímur til Patreksfjarðar. Samhliða því að hann þá hóf nám í málaraiðn og lauk því námi, gerðist hann organisti við Patreksfjarðarkirkju og gegndi því starfi allt til þess tíma að hann fluttist þaðan.

      Hinn 1. október 1938 kvæntist Steingrímur fyrri konu sinni, Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur (1922-1959) frá Patreksfirði. Hún lést þann 10. nóvember 1959 og hvílir í Patreksfjarðarkirkjugarði. Steingrímur og Guðrún eignuðust 8 börn saman, 2 þeirra léstust nýfædd.

      Um nokkurt skeið ritaði Steingrímur smásögur, þ.á.m. þrjár bækur undir dulnefninu Valur Vestan, og áriði 1959 kom út barnabókin Blíð varstu bernskutíð, sem lýsir æsku hans og uppvexti. Hann ritaði einnig nokkrar greinar um tónlistarmá og tónlistarfræðslu. Hann samdi einnig sjálfur marga texta við danslög sín.

      Seinni eiginkona Steingríms var Guðbjörg Þorbjarnardóttir (1917-2013) og bjuggu þau á Húsavík síðustu ár Steingríms. Á Húsavík starfaði hann við Tónlistarskólann sem skólastjóri, en áður var hann skólastjóri Tónlistarskólans á Fáskrúðsfirði og kirkjuorganisti þar um nokkurt skeið.

      Steingrímur lést í Reykjavík þann 20. apríl 1976. Hann hvílir í Prestsbakkakirkjugarði. [3]

  • Kort yfir atburði
    Tengill á Google MapsFæðing - 12 jún. 1919 - Stóru-Hvalsá, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsAndlát - 20 apr. 1976 - Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
    Tengill á Google MapsGreftrun - - Prestsbakkakirkjugarði, Bæjarhr., Strandasýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
     = Tengill á Google Earth 
    Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

  • Skjöl
    Steingrímur Matthías Sigfússon: Tónskáld í sviðsljósi
    Steingrímur Matthías Sigfússon: Tónskáld í sviðsljósi
    Steingrímur Matthías Sigfússon: Sálmabók til söngs
    Steingrímur Matthías Sigfússon: Sálmabók til söngs
    Endurútgáfa á spennusögum Vals Vestan
    Endurútgáfa á spennusögum Vals Vestan

    Andlitsmyndir
    Steingrímur Matthías Sigfússon
    Steingrímur Matthías Sigfússon
    Steingrímur Matthías Sigfússon

    Minningargreinar
    Minning - Steingrímur Matthías Sigfússon, organisti
    Minning - Steingrímur Matthías Sigfússon, organisti
    Steingrímur Matthías Sigfússon - Minning
    Steingrímur Matthías Sigfússon - Minning

  • Heimildir 
    1. [S3] Headstone/legsteinn.

    2. [S251] Prestsbakkaprestakall; Prestsþjónustubók Prestsbakkasóknar í Hrútafirði og Staðarsóknar í Hrútafirði 1899-1937, opna 36/139.

    3. [S227] Alþýðublaðið, 29.04.1976, s. 12-13.

    4. [S364] Árbók Landsbókasafns Íslands, 01.01.1950, s. 96.

    5. [S364] Árbók Landsbókasafns Íslands, 01.01.1952, s. 50.

    6. [S364] Árbók Landsbókasafns Íslands, 01.01.1952, s. 104.


Scroll to Top