Veiga VE 291

Aðfaranótt laugardagsins 12. apríl 1952 réru allir bátar frá Eyjum. Veður var slæmt um nóttina en fór batnandi með morgninum. Veiga VE 291, með 8 manna áhöfn, átti net sín vestur af Einidranga. Er leið á daginn versnaði veðrið og gekk á með snjóhryðjum af suðvestri og var úfinn sjór.

veigave291
Veiga VE 291 – Mynd frá Þórhalli Sófussyni Gjöveraa

Veiga var að leggja af stað heimleiðis og var stödd 2 sjómílur vestur af einidrang þegar reið yfir bátinn sjór stjórnborðsmegin, er braut lunninguna og allar stunnur þeim megin í bátnum, hurð í stýrishúsi og rúður. Er sjórinn braut yfir bátinn tók einn hásetann, er staddur var í stjórnborðsgangi, fyrir borð og hvarf hann sjónum félaga sinna. Hann hét Páll Þórormsson, frá Fáskrúðsfirði.

Á stýrishúsi Veigu var geymdur gúmmíbjörgunarbátur, sá fyrsti slíkur er kom til Eyja,. Hásetarnir fóru nú að gera bátinn kláran til notkunar, en á meðan réðst formaðurinn Elías Gunnlaugsson niður í lúkar til að kalla á hjálp gegnum talstöðina og tókst honum það. Var þá kominn mikill sjór í lúkarinn.

Er gúmmíbáturinn var tilbúinn ætluðu þeir félagar að fara í hann, en þá reið annar sjór yfir bátinn og varð vélstjórinn, Gestur Jóhannsson ættaður frá Þistilfirði en búsettur í Eyjum, viðskila við bátinn og hvarf. Er þeir voru komnir í bátinn sökk Veiga. Þeir voru 15 mín. í gúmmíbátnum en þá kom m.b. Frigg VE 3á vettvang og bjargaði þeim. Var þetta í fyrsta sinn sem gúmmíbjörgunarbátur bjargaði lífi íslenskra sjómanna.

Þeir sem fórust voru:

1929 01 02 GesturJohannesson

Gestur Jóhannesson, vélstjóri frá Hvoli í Vestmannaeyjum, ættaður úr Þistilfirði. 23 ára, lét eftir sig konu og barn. Gestur er nefndur á legstein bræðra sinna í Svalbarðskirkjugarði – Þistilfirði.

1925 10 25 PallThorormsson

Páll Þórormsson, háseti, 26 ára, ókvæntur en lét eftir sig aldraða foreldra.

Þeir sem komust af voru:

1922 02 22 EliasGunnlaugsson

Elías Gunnlaugsson, skipstjóri.

myndvantar1

Margeir Þórormsson (bróðir Páls).

Mig vantar nöfn hinna þriggja sem komust af – ef þú veist hverjir þeir voru máttu mjög gjarnan láta mig vita svo ég geti bætt þeim við.

Heimildir:
Nýji tíminn 17-04-1952, s. 1
Fylkir, 19.04.1952, s. 1.