Ásta Kristín “Ásta málari”Árnadóttir Normann

Ásta Kristín “Ásta málari”Árnadóttir Normann

Kona 1883 - 1955  (71 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Ásta Kristín Árnadóttir Normann  [1, 2
  Gælunafn Ásta málari 
  Fæðing 3 júl. 1883  Narfakoti, Njarðvík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
  Kálfatjarnarprestakall; Prestsþjónustubók Kálfatjarnarsóknar og Innri-Njarðvíkursóknar 1851-1894, s. 396-397
  Kálfatjarnarprestakall; Prestsþjónustubók Kálfatjarnarsóknar og Innri-Njarðvíkursóknar 1851-1894, s. 396-397
  Skírn 15 júl. 1883  [2
  Andlát 4 feb. 1955  Renton, Washington, USA Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 3
  Greftrun Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1
  Sigríður Magnúsdóttir, Ásta Kristín Árnadóttir Normann, Jóhann Ólafur Jónsson Normann, Ársæll Árnason, Guðrún Svava Þorsteinsdóttir & Svavar Ársælsson
  Sigríður Magnúsdóttir, Ásta Kristín Árnadóttir Normann, Jóhann Ólafur Jónsson Normann, Ársæll Árnason, Guðrún Svava Þorsteinsdóttir & Svavar Ársælsson
  Plot: C-14-16, C-14-18, C-14-17
  Systkini 1 bróðir 
  Nr. einstaklings I19338  Legstaðaleit
  Síðast Breytt 1 apr. 2023 

  Móðir Sigríður Magnúsdóttir
            f. 23 júl. 1855  
            d. 18 okt. 1939 (Aldur 84 ára) 
  Nr. fjölskyldu F4783  Hóp Skrá  |  Family Chart

  Fjölskylda Jóhann Ólafur Jónsson Normann
            f. 9 ágú. 1877  
            d. 25 júl. 1956 (Aldur 78 ára) 
  Nr. fjölskyldu F4784  Hóp Skrá  |  Family Chart
  Síðast Breytt 1 apr. 2023 

 • Athugasemdir 
  • Ásta Kristín Árnadóttir Normann, eða Ásta málari eins og hún var oftast kölluð, fæddist 3. júlí 1883 í Narfakoti í Njarðvík.

   Faðir hennar lést þegar hún var 17 ára, en hún var næstelst af 10 systkinum og hafði mikinn hug á að aðstoða móður sína og ung systkini. Hefðbundin kvennastörf gáfu lítt í aðra hönd, svo Ásta ákvað að reyna að komast á samning í húsamálun. Heldur gekk það illa þar til hún kom til hins danska Nikolaj Berthelsen, sem ákvað að gefa henni tækifæri.

   Næstu árin vann Ásta með Nikolaj, en svo fór hún til Kaupmannahafnar til náms. Skóli danska Tæknifélagsins neitaði konum alfarið um inngöngu en Ásta fékk leiðsögn hjá málurum og sótti tíma við Konunglega listaskólann. Árið 1907 lauk hún sveinsprófi í húsamálun, fyrst kvenna í Danmörku, og þá fór hún til Hamborgar. Hún lauk meistaranámi í málaraiðn árið 1910, fyrst allra Íslendinga, og varð einnig fyrsta konan í Þýskalandi með þessa nafnbót. Afrekið vakti mikla athygli en þrátt fyrir það gat Ásta ekki stofnað fyrirtæki í Þýskalandi, bæði vegna þess að hún var kona og erlend í þokkabót. Eftir stutt stopp í Danmörku fór hún til Íslands þar sem hún varð vinsæll málari í Reykjavík.

   Ásta fluttist til Bandaríkjanna 1920 og giftist Svisslendingnum Jakob Thoni og þau áttu tvö börn. Eftir að hann lést átti hún tvö börn með seinni manni sínum, Jóhanni Norman.

   Ásta lést 4. febrúar 1955 í Renton, Washington í Bandaríkjunum. Hún hafði mælt svo fyrir að aska hennar yrði flutt heim til Íslands og hvílir hún í Fossvogskirkjugarði. [4]

 • Ljósmyndir
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann

  Sögur
  Fyrsti kvenmálarameistari heimsins
  Fyrsti kvenmálarameistari heimsins
  Eftir Sigríði J. Magnússon
  Ásta meistari
  Ásta meistari
  Eftir Annie Ohlert í Hamborg

  Andlitsmyndir
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann
  Ásta Kristín Árnadóttir Normann

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 3 júl. 1883 - Narfakoti, Njarðvík, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsAndlát - 4 feb. 1955 - Renton, Washington, USA Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsGreftrun - - Fossvogskirkjugarði, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S1] Gardur.is.

  2. [S462] Kálfatjarnarprestakall; Prestsþjónustubók Kálfatjarnarsóknar og Innri-Njarðvíkursóknar 1851-1894, s. 396-397.

  3. [S31] Morgunblaðið, 06.02.1955, s. 15.

  4. [S31] Morgunblaðið, 03-07-2021.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.