Arnþór Jóhannsson

Arnþór Jóhannsson

Maður 1907 - 1950  (42 ára)

Upplýsingar um einstakling    |    Margmiðlun    |    Athugasemdir    |    Heimildir    |    Kort yfir atburði    |    Allt    |    PDF

 • Fornafn Arnþór Jóhannsson  [1, 2
  Fæðing 12 mar. 1907  Selá, Árskógshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [1, 2
  Menntun 1942  Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað  [2
  Tók fiskimannapróf. 
  Farþegi 7 jan. 1950  [2
  Var á leið til Vestmannaeyja til skips síns, Helga Helgasonar frá Vestmannaeyjum. 
  Helgi VE 333
  Helgi VE 333
  Helgi VE 333 var byggður í Vestmanneyjum 1939 og var 120 tonn. Hann var landsfrægur fyrir siglingar sínar til Englands í síðari heimsstyrjöldinni og fór yfir 200 ferðir án óhappa. Helgi VE 33 fórst í aftakaveðri við Faxasker 7. janúar 1950 með allri áhöfn, 7 mönnum og 3 farþegum. Eigandi var Helgi Benediktsson.

  Skoða umfjöllun.
  Andlát 7 jan. 1950  [1
  Ástæða: Fórst með vélskipinu Helga VE 333 frá Vestmanneyjum. 
  Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 570-571
  Vestmannaeyjaprestakall; Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar 1945-1952, s. 570-571
  Greftrun Í votri gröf - Lost at sea Finna alla einstaklinga með viðburði á þessum stað 
  Legsteinar Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér Mynd af legstein vantar, sendu mér mynd með því að smella hér 
  Nr. einstaklings I16624  Legstaðaleit
  Síðast Breytt 19 maí 2022 

 • Athugasemdir 
  • Arnþór Jóhannsson skipstjóri, var fæddur 12. mars að Selá á Árskógsströnd í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Björg Arngrímsdóttir og Jóhann Sigurðsson, bóndi þar. Arnþór ólst upp í föðurgarði og byrjaði ungur sjómennsku við hinn fagra og fengsæla Eyjafjörð.

   Strax og kraftar leyfðu, fór hann að sækja á úthafsmið, bæði á mótorbátum og togurum, eftir því sem henta þótti um atvinnu þeirra tíma. Árið 1925 lærði hann til hins minna fiskimannaprófs hjá hinum landskunna kennara Sigurði Sumarliðasyni, skipstjóra, og tók próf það ár.

   1928 byrjaði hann formennsku á m.b. Einari frá Akureyri. Í þá daga var það mjög eftirsótt að vinna hjá útgerð þeirra Einars Einarssonar og Einars Malmquist, enda var hjá þeim sannkallað valmennisfólk, bæði á sjó og í landi.

   Þegar í byrjun reyndist hann með afbrigðum aflasæll. 1931 byrjaði hann skipsstjórn á síldveiðiskipi með herpinót og síðar var allri þjóðinni kunn aflasæld hans. Arnþór og m.s. Dagný verða lengi í huga og á vörum þess fólks, sem ann síldveiðum og sjómennsku.

   Frá því hið glæsilega skip ,,Helgi Helgason" var fullbyggður var hann skipstjóri þar og var, þegar hann lést, á leið til skips.
   Arnþór tók fiskimannapróf við Stýrimannaskóla Íslands 1942. Hann átti í útgerð, bæði mótorbáts og síldveiðiskips, og þekkti því vel inn á útgerðarsögu þjóðarinnar af eigin reynd. Hann var greindur maður og athugull og valdi sér þann sið valmenna, að hafa og segja það eitt er sannara reyndist.

   Arnþór lét eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
   [2]

 • Ljósmyndir
  Arnþór Jóhannsson við stjórnvölinn á m.b. Helga Helgasyni
  Arnþór Jóhannsson við stjórnvölinn á m.b. Helga Helgasyni

  Andlitsmyndir
  Arnþór Jóhannsson
  Arnþór Jóhannsson

 • Kort yfir atburði
  Tengill á Google MapsFæðing - 12 mar. 1907 - Selá, Árskógshr., Eyjafjarðarsýslu, Íslandi Tengill á Google Earth
  Tengill á Google MapsMenntun - Tók fiskimannapróf. - 1942 - Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Reykjavík, Íslandi Tengill á Google Earth
   = Tengill á Google Earth 
  Skýringar á merkingum  : Heimilisfang       : Staðsetning       : Bær/Borg       : Hreppur       : Sýsla       : Land       : Ekki stillt

 • Heimildir 
  1. [S174] Sjómannablaðið Víkingur, 01.03.1950, s. 36.

  2. [S266] Siglfirðingur, 19.01.1950, s. 2.Þessi síða er hönnuð af The Next Generation of Genealogy Sitebuilding v. 14.0.3, sem er búið til af Darrin Lythgoe © 2001-2024.

Umsjón síðu Rakel Bára Þorvaldsdóttir. | Persónuverndarstefna.

The headstone images found on this site are for personal use only. Copying images to commercial websites (that require paid subscriptimons) or publications is prohibited. If in doubt, please contact me. Please remember to link back if you use photographs from this site.