Eyfirðingur EA-480

Mánudaginn 11. febrúar 1952 fórst skipið Eyfirðingur EA-480 við Orkneyjum með allri áhöfn. Skipið lagði af stað frá Reykjavík til Belgíu með brotajárnsfarm miðvikudagskvöldið 6. febrúar. Þegar Eyfirðingur fórst, var illskuveður, hríðarél og hvassviðri, en úti fyrir Orkneyjum er mikill skerjagarður og straumur þungur. Með skipinu fórust sjö menn, fjórir þeirra fundust en þrír hvíla í votri gröf.

Eyfirðingur var 174 brúttólestir, smíðaður í Frakklandi 1908, en endurbyggður hér heima 1946 og var talinn mjög traust skip. Eigandi hans var Njáll Gunnlaugsson, útgerðarmaður.

Eyfirðingur EA-480. Mynd frá Þórhalli Sófussyni Gjöveraa – (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

Leave a Comment

Your email address will not be published.